Vilja geta selt hingað landbúnaðarvörur 21. október 2010 02:00 Össur Skarphéðinsson Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb Fréttir Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fjórir þingmenn vilja að utanríkisráðherra óski eftir viðræðum við ríkisstjórn Bandaríkjanna um tvíhliða fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þau Birgir Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Gunnarsson og Ásmundur Einar Daðason lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis á þriðjudag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd kemur fram á þingi. Möguleikar á þessu hafa áður verið kannaðir, bæði á vettvangi EFTA og í beinum viðræðum við bandarísk stjórnvöld. Málið var síðast rætt á Alþingi fyrir tæpu ári, en þá svaraði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra því til að niðurstaðan af slíkum athugunum hafi jafnan verið á þá leið að slíkt þyki ekki fýsilegt, bæði vegna þess að Bandaríkin hafi ekki sýnt neinn áhuga á tvíhliða fríverslunarsamningi við Ísland, en einnig vegna þess að Bandaríkin hafi gefið skýrt til kynna „að forsenda fríverslunarsamnings væri sú að markaðsaðgangur fyrir landbúnaðarvörur, þar með taldar viðkvæmar landbúnaðarvörur, svo sem kjöt og mjólkurvörur, yrði bættur mjög verulega frá því sem nú er“. Ásmundur Einar Daðason Fyrir nokkrum árum reyndu Svisslendingar að semja við Bandaríkin um tvíhliða fríverslunarsamning, en án árangurs, vegna þess að Svisslendingar sættu sig ekki við kröfur Bandaríkjanna um frjáls viðskipti með landbúnaðarvörur. „Auðvitað eru víða hindranir í vegi svona samninga,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, og einn af fjórum flutningsmönnum tillögunnar. Hann telur þó enga ástæðu til að láta þær hindranir koma í veg fyrir að menn reyni eins og hægt er að ná samningum. „Eru ekki sams konar hindranir gagnvart Evrópusambandinu? Meginhugmyndin er einfaldlega sú að við Íslendingar eigum að horfa út fyrir rammann og ekki einblína á Evrópusambandið.“ - gb
Fréttir Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira