Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla Nichole Leigh Mosty skrifar 29. desember 2010 05:30 Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir uppsagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um greiningu tækifæra til samrekstrar og/eða sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila". Tilgangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjárhagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu" í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnendur sem yrði sagt upp. Er hugsunin sú að stjórnendur í leikskólunum, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með máltöku yngstu barnanna, við áætlanagerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kostur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinnar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einnig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnubragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfiþroska, félagslegan þroska, sköpunarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leikskólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfsfólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leikskóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstakur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokkurn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki"? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einnig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitískar forsendur breytast en börn, foreldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórnendum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar