Borgarbúar refsa hrunflokkunum 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj / Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast með um 21 prósents fylgi og þrjá borgarfulltrúa. Vinstri græn fá tæp tíu prósent og einn fulltrúa. Önnur framboð ná ekki fulltrúum í borgarstjórn. „Ef niðurstaða þessarar könnunar er vísir að því sem koma skal í kosningunum, að Besti flokkurinn fái allt að átta menn í borgarstjórn, eru kjósendur að veita stjórnmálaflokkunum þvílíka ráðningu, bæði fyrir hrunið og fyrir sviptingar í borgarstjórn á kjörtímabilinu," segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Besti flokkurinn virðist sækja fylgi sitt nokkuð jafnt til stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks. Um 38 prósent af þeim sem ætla að kjósa flokkinn, og kusu í Reykjavík í síðustu kosningum, kusu þá Samfylkinguna. Tæplega 35 prósent kusu Sjálfstæðisflokkinn. Grétar segir þetta sýna að óánægðir kjósendur tengi þessa tvo flokka beint við hrunið. „Óánægja kjósenda, þreyta á stjórnmálamönnum og refsigleði vegna hrunsins bitnar greinilega mest á þessum tveimur flokkum. Þetta staðfestir að í huga kjósenda eru það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sem eiga að fá ráðningu fyrir hrunið." Flestir þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, 36,1 prósent, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verði næsti borgarstjóri. Um 32,4 prósent vilja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, og 24,1 prósent Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar. Aðrir nutu minni stuðnings í stól borgarstjóra. Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif svo há mæling á fylgi Besta flokksins hefur á kjósendur. Grétar segir að nú þegar spurningin sé orðin hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta sé líklegt að einhver hluti þeirra sem segist ætla að styðja flokkinn hætti við og styðji frekar aðra flokka. Erfitt sé að segja fyrir um hvort, og þá í hve miklum mæli, það muni gerast á þeirri viku sem nú er til kosninga.- bj /
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira