Það eru til lausnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Þetta verður ekki hefðbundin áramótagrein um þau miklu tækifæri sem bíða þjóðarinnar á nýju ári. Um það hef ég fjallað við hvert tækifæri stóran hluta ársins 2010. Það er enda fullt tilefni til því framtíðarmöguleikar Íslands eru meiri en flestra ríkja heims. Þær ábendingar og staðreyndirnar sem liggja þar að baki hafa hins vegar vakið litla athygli í fjölmiðlum og átt almennt erfitt uppdráttar í umræðunni. Ástæðan er sú að umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í ,,niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar. Ástandið er þegar orðið mjög skaðlegt og það er alveg sérstaklega varhugavert til lengri tíma litið. Við þessu verðum við að bregðast á nýju ári. Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna. Hvað þarf til?Til að átta sig á því er gagnlegt að líta aðeins til baka og læra af reynslunni. Það þarf ekki að fara langt aftur til að sjá hversu miklu máli það skiptir fyrir farsæld samfélagsins að ræða kosti og galla pólitískra lausna fremur en að festast í ímyndar og frasastjórnmálum. Ég þori að fullyrða að nánast allar þær lausnir sem við í Framsókn höfum barist fyrir frá efnahagshruninu hafi sannað gildi sitt. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að hefði t.d. tillögum okkar frá því í febrúar 2009 verið fylgt væri staða íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkisins allt önnur og betri en hún er nú. Ísland væri komið aftur á fullan skrið. Nokkur dæmi: 1. Það er ljóst að tækifæri var til að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja á meðan þær skuldir voru afar lágt metnar, þar var um hundruði milljarða að ræða. 2. Það var hægt að forða því 108 milljarða tjóni sem ráðherrar töldu hafa lent á ríkinu vegna gengislánadómanna og stofna nýja banka með traust eignasöfn sem væru orðnir öflugir bakhjarlar atvinnuuppbyggingar. 3. Það þurfti ekki að bæta á þjóðina mörg hundruð milljarða Icesave-kröfum. 4. Það var hægt að breyta jöklabréfafarginu í efnahagslegt eldsneyti og koma af stað fjölmörgum atvinnuverkefnum og svo mætti lengi telja eins og ég hef gert í greinum fyrr á árinu. Þetta sjáum við allt núna en það mátti líka sjá þetta á sínum tíma hefðu menn verið tilbúnir til að ræða rök. Hugmyndir fengust hins vegar ekki ræddar vegna þess að pólitík hefur ekki fengið að snúast um það sem hún á að gera; samanburð ólíkra lausna. Hvað er að?Í því óstöðuga ástandi sem ríkir á Íslandi, þar sem gremjan og tortryggnin ráða för, nær pólitísk rökræða ekki í gegn. Í staðin snýst umræðan öll um ímynd og þá stimpla sem settir eru á stjórnmálamenn og flokka. Stjórnmálunum er ætlað að leysa vandann en forsenda þess að þau geti það er að fólk geri upp á milli ólíkra flokka á grundvelli þeirra lausna sem þeir tala fyrir. Ef hins vegar allir eru settir undir sama hatt og stjórnmálamenn og flokkar metnir eftir fyrirframgefinni ímynd hættir lýðræðið að virka. Mikilvægi fjölmiðlaVið þessar aðstæður veltur mikið á fjölmiðlum. Þeir ráða umræðunni og umræðan ræður því hvort ofan á verður pólitísk rökræða eða sleggjudómar. Vandinn er hins vegar sá að tilhneiging fjölmiðla er gjarnan sú að magna upp tíðarandann hverju sinni í stað þess að veita honum aðhald. Þeir viðmælendur sem fella hörðustu dómana og tala mest inn í ástandið ráða umræðunni. Um leið gætir stundum (hér má alls ekki alhæfa) tilhneigingar til þess að umfjöllun snúist um að skapa atburðarás fremur en að segja frá henni. Það er allt til taksÞað er allt til taks til hefja öfluga uppbyggingu íslensks efnahagslífs og samfélags. Forsendan er sú að við veljum bestu leiðirnar. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu. Stjórnmálamenn þurfa að leggja fram lausnir, milliliður stjórnmálanna og almennings, fjölmiðlarnir, að miðla þeim hugmyndum áfram á hlutlægan hátt og fólk að gefa sér tíma til að kynna sér hvað stjórnmálaflokkar og -menn standa raunverulega fyrir og gera upp á milli þeirra á grundvelli þess. Þannig vinna allir saman og þannig verða vonandi bestu lausnirnar fyrir valinu. Réttu lausnir eru til og það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær á árinu 2011 þannig að það verði ár viðsnúnings og framfara. Ég óska landsmönnum gleðilegs og gæfuríks árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þetta verður ekki hefðbundin áramótagrein um þau miklu tækifæri sem bíða þjóðarinnar á nýju ári. Um það hef ég fjallað við hvert tækifæri stóran hluta ársins 2010. Það er enda fullt tilefni til því framtíðarmöguleikar Íslands eru meiri en flestra ríkja heims. Þær ábendingar og staðreyndirnar sem liggja þar að baki hafa hins vegar vakið litla athygli í fjölmiðlum og átt almennt erfitt uppdráttar í umræðunni. Ástæðan er sú að umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í ,,niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar. Ástandið er þegar orðið mjög skaðlegt og það er alveg sérstaklega varhugavert til lengri tíma litið. Við þessu verðum við að bregðast á nýju ári. Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna. Hvað þarf til?Til að átta sig á því er gagnlegt að líta aðeins til baka og læra af reynslunni. Það þarf ekki að fara langt aftur til að sjá hversu miklu máli það skiptir fyrir farsæld samfélagsins að ræða kosti og galla pólitískra lausna fremur en að festast í ímyndar og frasastjórnmálum. Ég þori að fullyrða að nánast allar þær lausnir sem við í Framsókn höfum barist fyrir frá efnahagshruninu hafi sannað gildi sitt. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að hefði t.d. tillögum okkar frá því í febrúar 2009 verið fylgt væri staða íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkisins allt önnur og betri en hún er nú. Ísland væri komið aftur á fullan skrið. Nokkur dæmi: 1. Það er ljóst að tækifæri var til að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja á meðan þær skuldir voru afar lágt metnar, þar var um hundruði milljarða að ræða. 2. Það var hægt að forða því 108 milljarða tjóni sem ráðherrar töldu hafa lent á ríkinu vegna gengislánadómanna og stofna nýja banka með traust eignasöfn sem væru orðnir öflugir bakhjarlar atvinnuuppbyggingar. 3. Það þurfti ekki að bæta á þjóðina mörg hundruð milljarða Icesave-kröfum. 4. Það var hægt að breyta jöklabréfafarginu í efnahagslegt eldsneyti og koma af stað fjölmörgum atvinnuverkefnum og svo mætti lengi telja eins og ég hef gert í greinum fyrr á árinu. Þetta sjáum við allt núna en það mátti líka sjá þetta á sínum tíma hefðu menn verið tilbúnir til að ræða rök. Hugmyndir fengust hins vegar ekki ræddar vegna þess að pólitík hefur ekki fengið að snúast um það sem hún á að gera; samanburð ólíkra lausna. Hvað er að?Í því óstöðuga ástandi sem ríkir á Íslandi, þar sem gremjan og tortryggnin ráða för, nær pólitísk rökræða ekki í gegn. Í staðin snýst umræðan öll um ímynd og þá stimpla sem settir eru á stjórnmálamenn og flokka. Stjórnmálunum er ætlað að leysa vandann en forsenda þess að þau geti það er að fólk geri upp á milli ólíkra flokka á grundvelli þeirra lausna sem þeir tala fyrir. Ef hins vegar allir eru settir undir sama hatt og stjórnmálamenn og flokkar metnir eftir fyrirframgefinni ímynd hættir lýðræðið að virka. Mikilvægi fjölmiðlaVið þessar aðstæður veltur mikið á fjölmiðlum. Þeir ráða umræðunni og umræðan ræður því hvort ofan á verður pólitísk rökræða eða sleggjudómar. Vandinn er hins vegar sá að tilhneiging fjölmiðla er gjarnan sú að magna upp tíðarandann hverju sinni í stað þess að veita honum aðhald. Þeir viðmælendur sem fella hörðustu dómana og tala mest inn í ástandið ráða umræðunni. Um leið gætir stundum (hér má alls ekki alhæfa) tilhneigingar til þess að umfjöllun snúist um að skapa atburðarás fremur en að segja frá henni. Það er allt til taksÞað er allt til taks til hefja öfluga uppbyggingu íslensks efnahagslífs og samfélags. Forsendan er sú að við veljum bestu leiðirnar. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu. Stjórnmálamenn þurfa að leggja fram lausnir, milliliður stjórnmálanna og almennings, fjölmiðlarnir, að miðla þeim hugmyndum áfram á hlutlægan hátt og fólk að gefa sér tíma til að kynna sér hvað stjórnmálaflokkar og -menn standa raunverulega fyrir og gera upp á milli þeirra á grundvelli þess. Þannig vinna allir saman og þannig verða vonandi bestu lausnirnar fyrir valinu. Réttu lausnir eru til og það er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær á árinu 2011 þannig að það verði ár viðsnúnings og framfara. Ég óska landsmönnum gleðilegs og gæfuríks árs.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar