Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt Guðbjartur Hannesson skrifar 16. október 2010 06:00 Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur 17. október verið helgaður baráttu gegn fátækt á veraldarvísu. Dagurinn er þörf áminning og til þess fallinn að auka vitund fólks um orsakir og afleiðingar fátæktar. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er engin undantekning. Birtingarmyndir fátæktar eru margvíslegar og afleiðingarnar víðtækar. Augljósust er sú örbirgð sem blasir við, sérstaklega í mörgum ríkjum Afríku, þar sem fjöldi barna og fullorðinna þjáist af matarskorti og vannæringu, á sér ekki húsaskjól, hefur ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu og nýtur ekki þeirra lágmarksgæða sem á Vesturlöndum eru talin til mannréttinda. Önnur andlit fátæktar felast í margvíslegri efnahagslegri mismunun sem meinar fólki aðgang að mikilvægri þjónustu, menntun, menningu og tómstundalífi og útilokar það á ýmsan hátt frá þátttöku í samfélaginu. Evrópusambandið helgaði árið 2010 baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og taka öll ríki sambandsins þátt, auk Íslands og Noregs. Fátækt er vandamál um alla Evrópu en talið er að um 80 milljónir Evrópubúa, eða 17 prósent, lifi undir lágtekjumörkum. Tíundi hver býr á heimili þar sem enginn hefur atvinnu, um 8 prósent hafa atvinnu en ná ekki endum saman og búa við fátæktarmörk. Talið er að 19 prósent barna í Evrópu búi við fátækt. Ýmsum aðferðum er beitt til að skilgreina fátækt. Algengt er að miða við afstæð fátæktarmörk. Evrópusambandið beitir þessari skilgreiningu og miðast lágtekjumörk við tekjur sem eru lægri en 60 prósent af miðgildi ráðstöfunartekna viðmiðunarhópsins. Einnig er tekið tillit til fjölskyldustærðar. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru árið 2009 um 10 prósent Íslendinga undir lágtekjumörkum. Í evrópskum samanburði er staða Norðurlandaþjóðanna áberandi betri en flestra annarra þjóða, sem rakið er til öflugrar atvinnustefnu, stuðnings velferðarkerfisins við vinnandi foreldra og tekjutilfærslna almannatryggingakerfisins og skattkerfisins. Hvað sem öllum samanburði líður getum við ekki sem þjóð sætt okkur við að 10 prósent landsmanna búi við afkomu undir lágtekjumörkum. Efnahagsástandið í heiminum er slæmt og margar þjóðir eiga í miklum þrengingum. Hér á landi varð efnahagshrun sem mun auka fátækt ef ekkert er að gert, með alvarlegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Þekktir fylgifiskar fátæktar eru félagsleg einangrun, þunglyndi, atvinnuleysi, missir heimilis, hnignun menntunar, aukin vímuefnanotkun og fjölgun glæpa. Fátækt er ekki náttúrulögmál sem enginn fær breytt. Vissulega getur fátækt átt sér ákveðnar náttúrulegar og landfræðilegar skýringar sem tengjast veðurfari, auðlindum, gróðurfari og náttúruhamförum. Meginorsakirnar eru þó jafnan misskipting auðs, misskipting valds og misnotkun valds milli þjóða og landsvæða og innbyrðis í samfélögum þar sem gjá er milli ríkra og fátækra og margvíslegur ójöfnuður og mismunun fær að líðast. Ísland er í flestum skilningi auðugt land. Við megum því ekki láta fátækt viðgangast í samfélaginu og verðum að berjast gegn henni með oddi og egg. Við höfum öll tæki til þess en þurfum að beita þeim rétt þannig að landið standi undir nafni sem velferðarríki. Baráttan gegn fátækt er ekki verkefni stjórnvalda einna. Við eigum að skilgreina fátækt sem mannréttindabrot. Við eigum að viðurkenna vandann og fást við hann á breiðum vettvangi þar sem ríki og sveitarfélög, atvinnurekendur og stéttarfélög, hagsmunasamtök, félagasamtök og almenningur taka höndum saman með það að markmiði að útrýma fátækt úr samfélaginu. Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt er 17. október. Við skulum öll minnast þess og nota daginn til að hugleiða hvað við getum lagt af mörkum í baráttunni. Til áminningar um þetta verður öllum kirkjuklukkum landsins hringt lengur en venja er til. Við skulum hlýða á hljóm þeirra sem fyrirheit um árangursríka baráttu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun