Fréttaskýring:Gengislán fyrir dómi stigur@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 05:30 Óvissunni um uppgjör gengistryggðu lánanna er enn ekki lokið og gæti jafnvel varað í vel á annað ár. Fréttablaðið/stefán Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi. Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Hvernig ratar hin nýja leið yfirvalda til að gera upp gengistryggð lán fyrir Hæstarétt? Hálft til eitt ár getur liðið þar til héraðsdómur kemst að niðurstöðu um það hvort leið yfirvalda til að endurreikna ólögmæt gengistryggð lán stenst lög, ef slíkt mál hlýtur ekki sérstaka flýtimeðferð. Þetta segja lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beindu á miðvikudag þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurreikna lánin miðað við hagstæðustu vexti Seðlabankans á lánstímanum. Fjármálafyrirtækin lýstu því mörg hver yfir þegar í gær að þau hygðust fara að tilmælunum og hefja innheimtuaðgerðir á nýjan leik. Ljóst er að það mun koma til kasta dómstóla að kveða upp úr með það hvort þessi leið samræmist lögum. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fyrradag að ríkisstjórnin hefði heimildir fyrir því innan úr dómskerfinu að slík niðurstaða úr héraðsdómi kynni jafnvel að liggja fyrir snemma á haustmánuðum. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við telja það mikla bjartsýni. Ef málið fái ekki flýtimeðferð fyrir dómi sé nær að miða við hálft til eitt ár, að því gefnu að deiluaðilar leggi sig fram um að flýta málinu og vera sammála um staðreyndir, svo ekki þurfi mikla gagnaöflun og vitnaleiðslur. Þá á Hæstiréttur enn eftir að taka málið fyrir, sem einnig getur tekið drjúgan tíma. Samkvæmt lögum um meðferð einkamála getur aðili máls óskað eftir flýtimeðferð ef málið er höfðað vegna athafna eða ákvörðunar stjórnvalds og „brýn þörf er á skjótri úrlausn, enda hafi hún almenna þýðingu eða varði stórfellda hagsmuni hans". Ekki er hins vegar víst að þetta ákvæði eigi við um málin sem rísa munu vegna gengistryggingarinnar. Samtök atvinnulífsins skoruðu í gær á stjórnvöld að beita sér fyrir því að málin fái flýtimeðferð. Ekki megi dragast lengur en tvo til þrjá mánuði að fá niðurstöðu. Til að málið endi að nýju fyrir dómstólum þarf skuldari að neita að greiða afborganir af láni sínu samkvæmt hinni nýju reikniaðferð Seðlabankans og FME. Fjármálafyrirtækið getur þá stefnt honum til greiðslu skuldarinnar og það er síðan dómstólsins að skera úr um lögmæti skilmálanna. Komist Hæstiréttur að því að leið yfirvalda sé ólögmæt þarf að kokka upp nýja reiknireglu og líklega að láta einnig reyna á hana fyrir dómi.
Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira