Óstarfhæf ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Skroll-Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira