Það var gert, Bergsteinn 27. júlí 2010 06:00 Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar