Hvítnar ekki þótt annan sverti Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2010 10:00 Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar