Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh 20. mars 2010 06:00 Sailesh. Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp Sailesh Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp
Sailesh Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira