Oft var þörf en nú er nauðsyn 31. ágúst 2010 06:00 Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Hinn svokallaði stöðugleikasáttmáli sem gerður var fyrir um ári síðan hefur snúist upp í andhverfu sína. Engin sátt er milli aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda um hvernig við minnkum atvinnuleysi og leysum erfiða stöðu ríkissjóðs. Aðalástæðan er sú að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við loforð um aðhald í ríkisrekstri. Þvert á móti hefur ríkisstjórnin farið þá óskynsamlegu leið að lagfæra ríkisreikning með því að leggja mun meiri álögur á heimili og fyrirtæki en stöðugleikasáttmálinn kvað á um. Um þessar skattahækkanir notar fjármálaráðherra frasann „að afla tekna með sértækum aðgerðum". Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin brugðist í því að stuðla að auknum framkvæmdum og umsvifum. Er það óskiljanlegt því erlendar fjárfestingar og framkvæmdir þýða auknar tekjur í ríkiskassann og minni þörf á niðurskurði eða skattahækkunum. Þessi vandræðagangur og aðgerðarleysi hefur reynst samfélagi okkar dýrt síðustu mánuði. Uppbygging í áliðnaði virðist í uppnámi, fræg er andstaða stjórnarflokkanna gegn viðleitni Þingeyinga til atvinnusköpunar og svo mætti áfram telja. Nú stendur yfir vinna í efnahags- og skattanefnd Alþingis við að fara yfir umsagnir og kalla til gesti þar sem ræddar eru hugmyndir Framsóknarflokksins um nýja þjóðarsátt. Þar er fjallað um aðgerðir sem Framsókn hefur lagt til að helstu hagsmunaaðilar í íslensku samfélagi geti sammælst um að ráðast í hið fyrsta. Slíkt var gert í upphafi 10. áratugar síðustu aldar undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar tóku allir á sig byrðar sem skiluðu samfélagi þar sem velferðarkerfið styrktist, atvinnuleysi minnkaði og kaupmáttur almennings jókst. Með öðrum orðum, með markvissum aðgerðum og samtakamætti, og vissulega nokkrum fórnum einnig, tókst á undraskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Nú er komið að því - 20 árum síðar - að ráðandi öfl í íslensku samfélagi ættu að hafa styrk og þroska til að ráðast í slíkt verkefni. Nauðsyn krefur á um það. Eins og sakir standa skortir verulega á að stjórnvöld sýni fólkinu í landinu framtíðarsýn. Ef við ætlum að vinna okkur út úr erfiðleikunum þá verðum við að gera það sem ein heild - í samvinnu. Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðunum sýnt að hún ræður ekki við verkefnin. Getur hún kyngt stoltinu og sýnt að hún sé reiðubúin til aukinnar samvinnu líkt og Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað lagt til?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar