Mörg tonn af ferskum fiski bíða eftir flugi 17. apríl 2010 01:00 „Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu. Ef einhverjar glufur opnast þá munum við nýta þær," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda, en útflutningur á ferskum fiski með flugi er nú í uppnámi eftir að flugsamgöngur á milli Íslands og Vestur-Evrópu lömuðust í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrirtækið heldur þeim möguleika opnum að fljúga með fiskinn þangað sem er opið og flytja með flutningabílum til kaupenda. „Vandinn er sá að kaupandi, sem vildi gjarnan fá ferskan fisk í dag, hefur hugsanlega takmarkaðan áhuga á sambærilegri sendingu á morgun," segir Sólveig. Það setur vanda fiskframleiðenda hér á landi í samhengi að um miðjan dag í gær var búið að fella niður átján þúsund flugferðir í Evrópu. Ef heldur áfram sem horfir þurfa fyrirtæki sem flytja út ferskan fisk að taka ákvarðanir um hvernig á að haga vinnslunni og fyrir hvaða markaði. Frændur okkar Norðmenn takast á við sama vanda. Þar er jafnvel búist við að allt flug liggi niðri fram á sunnudag. Verð á ferskum eldislaxi, sem fluttur er um allan heim með flugi, féll um þrettán prósent í gær. - shá Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
„Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu. Ef einhverjar glufur opnast þá munum við nýta þær," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda, en útflutningur á ferskum fiski með flugi er nú í uppnámi eftir að flugsamgöngur á milli Íslands og Vestur-Evrópu lömuðust í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Fyrirtækið heldur þeim möguleika opnum að fljúga með fiskinn þangað sem er opið og flytja með flutningabílum til kaupenda. „Vandinn er sá að kaupandi, sem vildi gjarnan fá ferskan fisk í dag, hefur hugsanlega takmarkaðan áhuga á sambærilegri sendingu á morgun," segir Sólveig. Það setur vanda fiskframleiðenda hér á landi í samhengi að um miðjan dag í gær var búið að fella niður átján þúsund flugferðir í Evrópu. Ef heldur áfram sem horfir þurfa fyrirtæki sem flytja út ferskan fisk að taka ákvarðanir um hvernig á að haga vinnslunni og fyrir hvaða markaði. Frændur okkar Norðmenn takast á við sama vanda. Þar er jafnvel búist við að allt flug liggi niðri fram á sunnudag. Verð á ferskum eldislaxi, sem fluttur er um allan heim með flugi, féll um þrettán prósent í gær. - shá
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira