Ein níðlaus vika? Svavar Gestsson skrifar 18. júní 2010 06:00 Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er varla til svo lítið fyrirtæki á Íslandi að það hafi ekki svokallaðan almannatengil á sínum vegum. Stundum ganga þessir aðilar svo langt í að fegra fyrirtækin eða stofnanirnar sem þeir starfa fyrir að engu tali tekur. Ein stofnun á Íslandi hefur hins vegar brugðið á annað ráð. Þessi stofnun hefur 63 menn á fullum launum við að tala illa um stofnunina. Almannatenglarnir 63 tala ævinlega illa um vinnustaðinn sinn, þeir sjá aldrei neitt nema svarta bletti og vandamál þar sem þessi stofnun er annars vegar. Einn starfsmaður þessarar stofnunar komst þannig að orði á dögunum að stofnunin væri óþörf með öllu en tók samt ekki þá rökréttu ákvörðun að segja samstundis af sér störfum fyrir stofnunina. Þessi stofnun er Alþingi Íslendinga. Hvernig væri að formenn þingflokkanna kæmu sér saman um eina níðlausa viku um Alþingi? Hvernig væri að forysta þingsins notaði þinghléið til þess að ferðast um landið í því skyni einu að kynna Alþingi og störf þess. Af hverju skyldi Alþingi vera eina stofnunin á Íslandi eða í heiminum sem ekki þarf á því að halda að sagt sé frá störfum þess með skipulegum og sanngjörnum hætti. Þingmenn tala mikið um virðingarleysið fyrir Alþingi. Það skyldi þó ekki vera að virðingarleysið sé þingmönnunum að kenna? Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir alþingismaður spurði um það hvort ekki mætti læra af þjóðþingum grannlandanna. Það er vafalaust unnt. Síðasta breyting á þingsköpum var ekki til bóta þegar opnað var fyrir það að sami þingmaðurinn getur verið annar hver ræðumaður vikum saman og þingmönnum líðst nú að fara í andsvör við sjálfa sig. Svoleiðis fíflaskapur er fyrir neðan virðingu alþingismanna og Alþingis sjálfs. Í fullri alvöru: Alþingi er æðsta stofnun þjóðarinnar. Alþingi er sameign þjóðarinnar, sameign sem aldrei verður seld. Eina stofnunin sem aldrei var einkavædd. Hún er að mörgu leyti eins og klukkan góða; tákn þess sem sameinar okkur. Ef Alþingi er brotið í duft fyrirlitningar og virðingarleysis með stóryrðaflaumi og popúlisma þá hefur þjóðin misst sinn besta vin, svo ég renni mér til Íslandsklukkunnar að lokum. Við skulum sameinast um það innan- sem utanþingsmenn að verja þingræðið. Það er oft seinvirkt og ósanngjarnt en það er ekkert til betra. Þingmenn á Alþingi Íslendinga þurfa að hætta að tala Alþingi niður í svaðið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun