Guðmundur: Svakalegur milliriðlinn er lykillinn að árangri Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. júlí 2010 09:30 Fréttablaðið/Diener Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti. Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta fékk draumariðil á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Svíþjóð í janúar á næsta ári en dregið var í gær. Slæmu fréttirnar eru þær að í milliriðli sem Ísland á að komast í bíða gríðarlega erfiðir andstæðingar, meðal annars heims- og Evrópumeistarar Frakka. Ísland er í riðli með Japan, Brasilíu, Ungverjalandi, Austurríki og Norðmönnum. „Norðmenn eru góðir líkt og Ungverjar og Austurríkismenn eru hættulegir. Við þurfum að vinna riðilinn og taka sem flest stig upp í milliriðilinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið. Óvíst er hvort Dagur Sigurðsson þjálfar Austurríki á HM en liðin voru saman í riðli á Evrópumótinu í janúar. Þar gerðu liðin ótrúlegt 37-37 jafntefli þar sem gestgjafarnir skoruðu tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum, jöfnunarmarkið yfir hálfan völlinn. Ísland mætti Norðmönnum svo í milliriðli og fór með eins marks sigur af hólmi, 35-34. „Við þurfum að byrja á að komast upp úr riðlinum en ef allt er eðlilegt eigum við að gera það. Það borgar sig þó ekki að kalla hann auðveldan. Öll þessi lið eru sýnd veiði en ekki gefin, Ungverjarnir hafa oft verið okkur erfiðir þó að þeir séu ekki jafn góðir núna og oft áður og það hentar okkur illa að spila gegn þeim. Leikirnir gegn Japan og Brasilíu eiga að enda með sigri okkar,“ sagði Guðmundur. „Þá tekur við gríðarlega erfiður milliriðill, það er hreinlega ótrúlegt að sjá hvernig þetta raðaðist upp,“ sagði landsliðsþjálfarinn en riðlana má sjá í töflunni hér til hliðar. Þrjú lið fara upp úr hverjum riðli og taka svo stig með sér upp í milliriðla. „Ef við horfum á þetta í samhengi er milliriðillinn lykillinn að því að gera eitthvað á mótinu. Hann er svakalega erfiður, miklu erfiðari en hinn. Svíar völdu sér riðil og völdu ekki okkar riðil með milliriðilinn í huga. Ég skil þeirra val vel,“ sagði Guðmundur. Ísland er með Austurríki í riðli fyrir forkeppni EM 2010 ásamt Þjóðverjum sem liðið gæti mætt í milliriðli. Þá eru einnig fyrirhugaðir tveir æfingaleikir við Þjóðverja í janúar á næsta ári, í undirbúningi fyrir HM. „Við munum því leika við þessi lið rétt fyrir HM. Ég á ekki von á því að við hættum við að spila við Þjóðverja þó að liðin gæti mæst, það þýðir ekkert að velta sér upp úr því,“ sagði Guðmundur. Hann segir svo að margt muni velta á stöðunni á leikmönnum þegar mótið byrjar. Einn af lykilmönnum liðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er til að mynda meiddur og verður lengi frá. Ísland spilar í Linköping í 8.500 manna höll sem nefnist Cloette Center og í Himmelstalundshallen í Norköpping sem tekur um 4.500 manns í sæti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira