Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Óli Tynes skrifar 12. apríl 2010 16:40 Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira