Orri Freyr: Hefði verið gaman að spila fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2010 16:15 Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Grindavíkur. Mynd/Vilhelm Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda." Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindvíkinga, var ánægður með að fá að mæta KA í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Orri Freyr er sjálfur Akureyringur en er uppalinn hjá Þór, erkifjanda KA. Grindavík sló einmitt Þór úr leik í 32-liða úrslitum keppninnar. „Ég spilaði síðast við KA árið 2007 og það verður gaman að fá að mæta þeim aftur nú. Við slógum út lið frá Akureyri í síðustu umferð og tökum þá hitt núna," sagði hann. „Ég fann auðvitað til með Þórsurum í síðasta leik enda stóðu þeir sig vel og áttu meira skilið. En ég efast nú að maður eigi eftir að vorkenna KA-mönnunum," sagði hann í léttum dúr. Grindavík hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Pepsi-deildinni og vonast Orri til að bikarinn hafi jákvæð áhrif á liðið. „Þetta hefur verið á uppleið hjá okkur að mér finnst en hlutirnir hafa einfaldlega ekki verið að falla með okkur. Við mættum ÍBV síðast og þá fannst mér leikurinn í ágætu jafnvægi. En þá misstum við mann af velli með rautt spjald og þá varð þetta mjög erfitt fyrir okkur." „En við þurfum að vera áfram þolinmóðir og halda áfram að vinna okkar vinnu. Þá fara stigin að skila sér í hús." „Bikarkeppnin er þó góð viðbót og það er gott að fá aðeins að breyta til - tæma hausinn og byrja upp á nýtt í annarri keppni. Það er vonandi að hún geti hjálpað okkur í deildinni." Grindavík mætir KA á heimavelli en þar sem KA hefur spilað marga heimaleiki sína í 1. deildinni á Þórsvellinum var Orri spurður hvort hann hefði ekki frekar viljað fara norður. „Jú, þetta er auðvitað stórfurðulegt að þeir skuli spila sína leiki á Þórsvellinum. Ég hefði alls ekki grátið það að fara norður enda vellirnir þar mjög góður og góð stemning á meðal áhorfenda."
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Í beinni: Keflavík - HK | Sæti í Bestu deildinni í boði Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn