Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða 4. desember 2010 08:30 Herþoturnar farnar. Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb Fréttir WikiLeaks Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. Í nokkrum leyniskjölum frá bandaríska sendiráðinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum og birt verða á vefsíðunni Wikileaks, lýsir Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, vonbrigðum og andstöðu íslenskra ráðamanna með þessa ákvörðun. „Ef fimm stig sorgarviðbragða eru afneitun, reiði, samningaviðræður, þunglyndi og sátt, þá eru sumir íslenskra gáfumanna nú komnir á reiðistigið," skrifar van Voorst þann 20. mars 2006, nokkrum dögum eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína um brotthvarfið. Nokkrum dögum síðar leggur hún til að Bandaríkjamenn hvetji Íslendinga til að afla sér fræðslu um varnarmál og sætta sig við að þeir þurfi sjálfir að taka ábyrgð á vörnum landsins. „Jafnvel þótt Bandaríkin tryggi áfram varnir þeirra, sem auðugt ríki og aðili að NATO," skrifar hún hálfum mánuði eftir að Bandaríkin tilkynntu um brottför hersins, „þá þurfa Íslendingar að taka þátt í kostnaðinum af vörnum sínum og íslenskir embættismenn munu loksins þurfa að gera heimavinnuna sína varðandi öryggismál svo þeir verði upplýstir neytendur." Ári eftir brotthvarf hersins, haustið 2007, skýrir van Voorst síðan frá því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og aðrir á Íslandi hafi „verið nánast aðframkomnir af „Ég sagði þér það"-veikinni" eftir að rússneskar herþotur tóku að gera vart við sig nálægt Íslandi og víðar á Norður-Atlantshafi. Þeir líti svo á að Bandaríkin hafi gert hernaðarleg mistök með því að kalla herinn heim einmitt þegar loftslagsbreytingar með auknum skipaferðum og olíuvinnslu á Norðurslóðum blasi við. Síðastliðið haust átti þáverandi staðgengill sendiherra, Sam Watson, síðan viðræður við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, þar sem Össur segir ákvörðun Bandaríkjamanna hafa verið „bölvuð mistök", jafnvel þótt hann segist skilja rökin að baki þeirri ákvörðun og nauðsyn þess að draga úr kostnaði. Hann sagðist telja að Bandaríkin hefðu átt að hafa „einhvers konar viðveru áfram á Íslandi til að verja hagsmuni sína á norðurslóðum."- gb
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði