Persónukjör til efri deildar Alþingis 1. október 2010 06:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir. Hugmyndin um persónukjör er góðra gjalda verð, enda mikil þörf á að auka áhrif kjósenda. Stjórnlagaþing mun fjalla um slíkar hugmyndir og útfæra þær. Ein leið sem stjórnlagaþing gæti tekið til athugunar er að skipta Alþingi aftur upp í tvær deildir, efri og neðri, og efna til óflokksbundins persónukjörs í aðra þeirra. Þannig gætu stjórnmálaflokkar áfram boðið fram í landshlutaskiptum kjördæmum til neðri deildar þingsins en til efri deildar yrði kosið einstaklingskosningu þar sem landið yrði eitt kjördæmi. Þannig yrðu tvö framfaraskref tekin í einu vettfangi án þess að afnema hið rótgróna kerfi sem við búum við í dag. Þessi leið ætti því að falla flestum í geð. Kerfið gæti virkað þannig að þjóðin kysi t.d. þrettán þingmenn til efri deildar Alþingis en 51 til neðri deildar. Þannig yrði þingmönnum einungis fjölgað um einn þó að deildunum yrði fjölgað. Handhafar framkvæmdarvalds kæmu úr röðum neðri deildar og hún skipaði málefnanefndir þingsins. Meginhlutverk efri deildar þingsins væri að staðfesta eða synja ákvörðunum neðri deildarinnar og hún hefði einnig vald til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Líklega myndi slíkt fyrirkomulag hvetja til vandaðri vinnubragða á Alþingi og gera þau lýðræðislegri. Einnig mætti hugsa sér að leggja niður embætti forseta Íslands og fela forseta efri deildar Alþingis að gegna skyldum þjóðhöfðingja. Þannig yrði þjóðhöfðinginn áfram þjóðkjörinn, t.d. sá sem fengi flest atkvæði í kjöri til efri deilarinnar. Slík breyting myndi færa þjóðhöfðingjanum raunverulegt hlutverk í stjórnskipan ríkisins og mögulega spara þjóðinni eitthvert fé.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar