Ríkið greiði mótmælanda bætur 25. febrúar 2010 17:17 Haukur Hilmarsson. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira