Hannes reyndi að verjast árásinni 20. ágúst 2010 14:05 Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild, og Björgvin Björgvinsson rannsóknarlögreglumaður. Mynd/ Anton. Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Hannes Þór Helgason var með áverka á höndum sem benda til þess að hann hafi reynt að verjast árás morðingja síns. Þetta kom fram á blaðamannafundi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Stungusár á líkama Hannesar drógu hann til dauða segir lögreglan og er talið að Hannes hafi verið sofandi þegar atlagan var gerð síðastliðinn sunnudag. Engin merki eru um innbrot í húsi Hannesar. Lögreglan segir að það sé ekki tilviljun að það hafi verið farið inn í hús Hannesar á þessum tíma og honum ráðinn bani með þessum hætti. Aðspurðir hvort að rannsóknin teygi sig út fyrir landssteinanna segja lögreglumenn að Hannes hafi haft umsvif erlendis og það sé einn partur í rannsókninni að kanna þau. Eggvopnið sem talið er að hafi verið notað til að fremja verknaðinn er talið vera oddhvassur hnífur, með tveggja sentimetra blaðabreidd. Blaðlengd er ekki vituð en er ekki talin vera minni en 15 til 20 sentimetrar. Hnífurinn var beittur á annarri hliðinni og með bakka á hinni, eins og lögregla orðar það. Þá telur lögreglan að engin hætta stafi af morðingjanum fyrir hinn almenna borgara, þó erfitt sé að fullyrða um það. Tæknivinnu er lokið en hús Hannesar verður lokað áfram. Lífssýni sem hafa verið tekin á vettvangi hafa verið send til Svíþjóðar og verið er að vinna úr öðrum gögnum málsins. Búist er við því að niðurstaða úr lífssýnunum berist lögreglu eftir tvær til þrjár vikur. Málið er forgangsmál úti í Svíþjóð. Rætt hefur verið við fjölmarga bæði á lögreglustöð og í óbeinum skýrslutökum utan lögreglustöðvar. Í tveimur tilvikum hefur mönnum verið haldið yfir nótt en sleppt svo. Lögreglan sagði að rætt hafi verið við starfsmenn Sælgætisverksmiðjunnar Góu, en Hannes var framkvæmdastjóri þar. Lögreglan segir að þó að þeim grunuðu sé sleppt þýði það ekki að málið fari á byrjunarreit, þvert á móti þrengist hringurinn. Aðspurður hvort að hníf hafi vantað í eldhús Hannesar sagði lögreglan ekki getað svarað því. Eftir yfirlýsingu systra Hannesar í fréttum Stöðvar 2 í gær segir lögregla að upplýsingar hafi borist til lögreglu en þó ekki af þeim toga að einhver hafi verið handtekinn. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem einhverjar upplýsingar kunna að hafa um málið að hafa samband við lögregluna, sama hversu litlar eða ómerkilegar þær eru. Síminn er 444-1104 og er hann opinn allan sólarhringinn.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira