Pólstjörnufangi í flugnámi Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. febrúar 2010 17:15 Fangar eru innan veggja Litla Hrauns þegar þeir stunda nám sitt. Mynd/ Vilhelm. Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur. Pólstjörnumálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma. Fangar fá ekki að taka flugtíma Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Fangelsisins að Litla Hrauni, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra fanga þegar Vísir spyr hana út í nám Guðbjarna. Hún staðfestir hins vegar að fangar eigi þess ekki kost að sækja flugtíma frá fangelsinu. Hins vegar hafi örfáir fangar fengið að stunda fjarnám sem þeir stundi þá innan veggja fangelsisins. Í undantekningartilfellum fái þeir að sækja próf utan fangelsisins en þá séu þeir í fylgd tveggja fangavarða. Margrét segir að það virðist vera sá misskilningur kominn á kreik að nokkrir fangar stundi nám utan fangelsisins. Það sé ekki rétt. Einn fangi hafi fengið að stunda nám utan veggja fangelsisins. Hann hafi numið við Fjöbrautaskóla Suðurlands. Í öllum öðrum tilfellum hafi fangar stundað námið frá fangelsinu. Námið er mikil hvatning Margrét segir að námið sé föngunum mikil hvatning. Það gleymist stundum að stór hluti af föngum séu strákar sem hafi flosnað upp úr námi í grunnskóla. Þá hafi sex fangar stundað fjarnám við Verzlunarskóla Íslands í fyrra. „Það útskrifðust tveir stúdentar í desember sem höfðu stundað nám hérna," segir Margrét. Þeir hafi útskrifast frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Annar þeirra hafi fengið viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur.
Pólstjörnumálið Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira