Fagfólk skóla virðist vanmeta eineltið 23. október 2010 02:00 Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira