Skýrsla Rannsóknarnefndar ætti að leiða hið rétta í ljós 2. febrúar 2010 19:21 Gylfi Magnússon. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. „Eitt af þeim verkefnum sem liggja fyrir er að komast til botns í því hvort erlendar eftirlitsstofnanir fengu rangar eða misvísandi upplýsingar frá bönkunum, innlendum eftirlitsaðilum eða öðrum embættismönnum mánuðina fyrir hrunið. Það er von okkar að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis muni leiða þetta í ljós og dýpka þar með skilning okkar á því hvernig þessir aðilar hefðu getað brugðist við með öðrum hætti," segir Gylfi. Hann bendir einnig á að frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi til samþykktar muni gerbreyta öllu regluverki íslensks fjármálamarkaðar. „Verði það að lögum munum við hafa tekið mikilvæg skref til þess að tryggja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi aðgang að mun betri og nákvæmari gögnum um stöðu nýju bankanna og annarra fjármálastofnana og mun betra svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum með afgerandi hæti þegar vandamál gera vart við sig." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49 Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur bæst í hóp þeirra sem brugðist hafa við ummælum Arnolds Schilders hjá hollenskri þingnefnd í gær þar sem hann sagði að íslenskir embættismenn hefðu logið að kollegum sínum í Hollandi. Gylfi segir að hjá ráðuneytinu séu slíkar ásakanir teknar mjög alvarlega. „Eitt af þeim verkefnum sem liggja fyrir er að komast til botns í því hvort erlendar eftirlitsstofnanir fengu rangar eða misvísandi upplýsingar frá bönkunum, innlendum eftirlitsaðilum eða öðrum embættismönnum mánuðina fyrir hrunið. Það er von okkar að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis muni leiða þetta í ljós og dýpka þar með skilning okkar á því hvernig þessir aðilar hefðu getað brugðist við með öðrum hætti," segir Gylfi. Hann bendir einnig á að frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki sem nú liggur fyrir Alþingi til samþykktar muni gerbreyta öllu regluverki íslensks fjármálamarkaðar. „Verði það að lögum munum við hafa tekið mikilvæg skref til þess að tryggja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafi aðgang að mun betri og nákvæmari gögnum um stöðu nýju bankanna og annarra fjármálastofnana og mun betra svigrúm til að bregðast við slíkum upplýsingum með afgerandi hæti þegar vandamál gera vart við sig."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49 Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19 Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24 Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga. 2. febrúar 2010 17:49
Raunveruleikinn var allur annar en bankarnir sögðu „Upplýsingar sem FME sendi til Hollands komu frá bönkunum og voru einnig þær upplýsingar sem FME hafði aðgang að. Síðar kom í ljós að þær voru ekki réttar." Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME um ummæli fyrrverandi yfirmanns hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabanka, Arnolds Schilder. 2. febrúar 2010 17:19
Segir Íslendinga hafa logið að Hollendingum Fyrrverandi stjórnarformaður hollenska fjármálaeftirlitsins segir að Íslendingar hafi logið að hollendingum trekk í trekk þegar þeir síðarnefndu óskuðu eftir upplýsingum um ástand íslenska fjármálakerfisins, misserin fyrir hrun. Þetta kom fram máli Arnolds Schilder sem í dag bar vitni fyrir rannsóknarnefnd á hollenska þinginu sem rannsakar fjármálakreppuna sem gengið hefur yfir heiminn. 1. febrúar 2010 19:24
Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt „Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins. 2. febrúar 2010 13:15