Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu 7. desember 2009 18:31 Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum, sumarið 2007. Þetta vakti töluverða athygli, enda stóð til að Gift yrði skipt upp milli allra þeirra sem áttu réttindi í samvinnutryggingum. Félagið átti meðal annars hlut í Icelandair, en einnig stóran hlut í kaupþingi og Exista, auk hluta í Straumi og Landsbankanum. Fyrir hrun námu eignir félagsins tugum milljarða króna. Tugir þúsunda Íslendinga sem áður tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu rétt til að eignast hlut í Gift, en fengu aldrei, því megið af eignunum hvarf í hruninu. Milljarða skuldir standa eftir. Lagastofnun var falið að rannsaka starfsemi félagsins í fyrra. Skýrsla um málið, sem Stefán Már Stefánsson, prófessor vann, liggur nú fyrir, en hefur ekki verið birt. Eftir því sem fréttastofan kemst næst, er það afdráttarlaus meginniðurstaða Stefáns, að Samvinnutryggingum hefði átt að slíta sumarið 1994. Þá var nettóeign félagsins, samkvæmt heimildum fréttastofu um 220 milljónir króna. En enda þótt þau fyrirtæki og einstaklingar sem í reynd áttu félagið, hafi aldrei séð krónu, þá hafa fjármunir félagsins nýst ýmsum við ýmsar fjárfestingar, eftir að því átti að slíta, samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar. Til að mynda átti félagið hlut í Eglu sem aftur átti þátt í að kaupa stóran hlut í Búnaðarbankanum árið 2002. Þá hefur félagið einnig átt hlut í Langflugi á móti Finni Ingólfssyni. Það félag hefur aftur verið stór eigandi í Icelandair. Finnur sjálfur, var þegar síðast fréttist, stjórnarformaður Samvinnusjóðsins, sem að líkindum var ráðandi afl innan eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira