Valgerður hættir í stjórnmálum 14. febrúar 2009 12:41 Valgerður Sverrisdóttir. Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50