Að meta fatlaða að verðleikum Sigursteinn Másson skrifar 19. september 2009 06:00 Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun