Nú er lið að Neytendastofu Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. maí 2009 00:01 Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun