Boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarpið 2. apríl 2009 19:05 Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni. Kosningar 2009 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Sjálfstæðismenn boða langar umræður um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra en þeir vilja að fallið verði frá öllum greinum frumvarpsins nema einni. Þeir segja að verið sé að brjóta hálfrar aldar hefð um að afgreiða breytingar á stjórnarskrá í sátt allra flokka á þingi. Sjálfstæðismenn leggjast alfarið gegn þremur af fjórum breytingum í stjórnlagafrumvarpi því sem fjórir flokkar á Alþingi standa á bakvið, en geta fallist á að breyta þeirri grein stjórnarskrárinnar sem auðveldar breytingar á henni. Sú breyting fæli í sér að ekki þyrfti að kjósa strax að loknum breytingum og allar breytingar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það þarf að ræða aðgerðir til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Jafnvel þótt að við séum þeirra skoðunar að stjórnarskráin þarfnist endurskoðunar þá er bara ákveðin tímasekkja að fara að taka það mál á dagskrá hér á þinginu í ágreiningi stjórnmálaflokkanna," sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Undanfarin 50 ár hefði það verið venja að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það sé sátt milli allra flokka. Sjálfstæðismenn hafa óskað eftir tvöföldum ræðutíma um stjórnlagafrumvarið sem kom til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn hafa eytt löngum tíma í að ræða mál sem alger samstaða væri um og tefðu þannig nauðsynleg mál. „Og við höfum komið verulega til móts við Sjálfstæðisflokkinn sem vill ekki sjá þessar lýðræðisumbætur sem við viljum ná fram," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir nánast alla sérfræðinga sem komið hefðu fyrir nefnd um málið, vöruðu við því að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem stjórnvöld ætluðu sér. Sjálfstæðismenn geti sætt sig við stjórnlagaþing sem yrði ráðgefandi, en valdið yrði áfram hjá Alþingi. Á þeim 20 dögum sem eftir væri af kjörtímabilinu lægi meira á að ræða aðgerðir fyrir fyrirtæki og fjölskyldur. „Pólitíska skýringin er mjög einföld. Hér er að störfum minnihlutastjórn sem styðst við Framsóknarflokkinn til að halda völdum. Framsóknarflokkurinn setur þetta sem skilyrði og hinir flokkarnir hafa engan valkost," sagði Bjarni.
Kosningar 2009 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira