Fjórðungsúrslitin klár á Opna franska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2009 08:00 Gael Monfils fagnar sigri á Andy Roddick í gær. Nordic Photos / AFP Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum Erlendar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Fjórðu umferð lauk í gær á Opna franska meistaramótinu í París og er því ljóst hverjir mætast í fjórðungsúrslitunum sem hefjast í dag. Í karlaflokki hefur það komið langmest á óvart að sigurvegari síðustu fjögurra ára, Rafael Nadal frá Spáni, féll úr leik. Hann varð að játa sig sigraðan fyrir Svíanum Robin Söderling. Roger Federer frá Sviss er í öðru sæti heimslistans og komst naumlega í fjórðungsúrslitin. Þar mætir hann heimamanninum Gael Monfils en hann er eini Frakkinn sem komast svo langt í bæði einliðaleik karla og kvenna. Meistarinn í kvennaflokki, Ana Ivanovic frá Serbíu, féll einnig úr leik um helgina. Hún var þó ekki í fyrsta sæti styrkleikalista mótsins enda ekki gengið vel síðan hún fagnaði sigri í fyrra. Tvær efstu konurnar á stigalistanum - Dinara Safina frá Rússlandi og Serena Williams frá Bandaríkjunum - eru báðar með í fjórðungsúrslitunum. Maria Sharapova komst einnig áfram en hún hefur verið að gera það gott eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Af þeim sökum féll hún út af lista 100 bestu tenniskvenna heims en ljóst er að hún verður aftur á meðal þeirra eftir árangurinn í París. Rúmenski táningurinn Sorana Cirstea kom einnig mörgum í opna skjöldu í gær er hún bar sigurorð af Jelenu Jankovic frá Serbíu í spennandi viðureign, 3-6, 6-0 og 9-7. Fjórðungsúrslitin: Einliðaleikur karla: Robin Söderling, Svíþjóð - Nikolay Davydenko, Rússlandi Andy Murray, Bretlandi - Fernando Gonzalez, Chile Juan Martin del Potro, Argentínu - Tommy Robredo, Spáni Gael Monfils, Frakklandi - Roger Federer, Sviss Einliðaleikur kvenna:Dinara Safina, Rússlandi - Victoria Azarenka, Hvíta-Rússlandi Dominika Cibulkova, Slóvakíu - Maria Sharapova, Rússlandi Sorana Cirstea, Rúmeníu - Samantha Stosur, Ástralíu Svetlana Kuznetsova, Rússlandi - Serena Williams, Bandaríkjunum
Erlendar Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira