Á hverja hlustar ríkisstjórnin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. desember 2009 06:00 Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun