Nýsköpun til framtíðar Katrín Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir skrifa um nýsköpun skrifar 30. maí 2009 05:45 Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Í þeim hremmingum sem Ísland gengur nú í gegnum þurfum við Íslendingar að horfa til framtíðar með hæfilegri blöndu af bjartsýni og raunsæi. Ljóst er að þær aðstæður sem hafa skapast í efnahagslífi þjóðarinnar eru með þeim hætti að þörf er á sterkri stefnu og framtíðarsýn. Einn þeirra þátta sem ný ríkisstjórn lítur til er nýsköpun. Við Íslendingar höfum vakið athygli víða fyrir skapandi starf, bæði í listum og í tækniþróun, hönnun og nýsköpun eins og sést á fyrirtækjum á borð við Marel, Össur og CCP og Nikita. Á síðustu vikum og mánuðum hafa margar góðar hugmyndir komið fram sem tengjast skapandi atvinnugreinum. Eins og við vitum er leiðin frá hugmynd til framkvæmdar stundum löng og ferðalagið háð fjármögnun. Það var því með mikilli gleði sem við sem ráðherrar iðnaðar og mennta- og menningarmála ákváðum að veitt yrði 15 milljónum aukalega til að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna og auka þannig möguleika háskólanema á að stunda rannsóknir í sumar og undirstrika mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í uppbyggingu Íslands.Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður sumarið 1992 þegar Röskva, samtök félagshyggjufólks við HÍ, lagði fram tillögu í Stúdentaráði. Á þessum árum var atvinnuleysi mikið meðal námsmanna og erfitt að finna sumarstörf sem tengdust rannsóknum. Með stuðningi stjórnmálamanna og þá ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur var málinu unnið fylgi í ríkisstjórn og fékkst samþykkt fjárveiting upp á tíu milljónir króna. Sjóðurinn er nú samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis, Reykjavíkurborgar, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og sveitarfélaganna. Sautján árum síðar er Nýsköpunarsjóður námsmanna enn mikilvægur þáttur í lífi stúdenta og hefur í gegnum árin veitt mörgum námsmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í rannsóknarstörfum. Sjóðurinn hefur auk þess að skapa ungu fólki atvinnu verið mikilvægur í að tvinna saman háskóla og atvinnulíf. Tengslin sem skapast hafa milli stúdenta, vísindamanna og atvinnulífs hafa skilað góðum árangri og skapað mörg tækifæri. Það er von okkar og vissa að stuðningur við Nýsköpunarsjóð námsmanna gagnist ekki aðeins styrkþegum heldur einnig íslensku samfélagi í lengd og bráð. Hlutverk Nýsköpunarsjóðs námsmanna í íslensku samfélagi hefur verið stórt en líklega aldrei mikilvægara en nú. Höfundar eru ráðherrar mennta- og menningarmála og iðnaðar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar