Ótrúlegur sigur Pittsburgh Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2009 03:14 Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í leiknum. Nordic Photos / Getty Images Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni. Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Pittsburgh Steelers vann í nótt sigur á Arizona Cardinals í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, 27-23. Pittsburgh var með yfirhöndina lengst af í leiknum en síðari helmingur síðasta fjórðungsins var dramatískur í meira lagi. Pittsburgh var komið í 20-7 forystu þegar að Arizona skoraði tvö snertimörk í röð og kom sér skyndilega í forystu þegar skammt var til leiksloka. En Pittsburgh kláraði leikinn með glæsilegri sókn sem skilaði liðinu snertimarki á ögurstundu og þar með sigur í hádramatískum leik. Santonio Holmes var hetja Pittsburgh í þessari lokasókn en hann skoraði snertimarkið örlagaríka. Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger keyrði áfram sókn Pittsburgh af miklum krafti sem skapaði sigur liðsins. Pittsburgh byrjaði betur og skoraði vallarmark í sinni fyrstu sókn í leiknum. Liðið náði svo að fylgja því eftir með snertimarki í upphafi annars leikhluta en Gary Russell var þar að verki. En Arizona svaraði með snertimarki sem Ben Patrick skoraði eftir sendingu leikstjórnandans Kurt Warnes. Síðasta kerfið var upp við endamarkið en sóknin taldi alls níu kerfi og 83 jarda. Arizona náði svo aftur boltanum undir lok fyrri hálfleiksins og var allt útlit fyrir að liðið myndi skora annað snertimark - ef ekki þá alla vega vallarmark og jafna metin í leiknum. En þegar að Arizona var upp við endamarkið kastaði Warner beint á varnarmanninn James Harrisson sem gerði sér lítið fyrir og hljóp allan völlinn endilangan og skoraði snertimark fyrir Pittsburgh. Sannarlega ótrúlegt hlaup sem taldi alla 100 jardana. Staðan því 17-7 í hálfleik. Jeff Reed náði svo að skora öðru sinni vallarmark fyrir Pittsburgh í lok þriðja leikhluta eftir langa sóknarlotu liðsins. Alls sextán kerfi og 79 jardar. Þar með var staðan orðin 20-7 og hún hélst þannig vel fram í fjórða leikhluta. Larry Fitzgerald, hinn öflugi útherji Arizona, hafði látið lítið fyrir sér fara í leiknum en lét svo sannarlega til sín taka í þeim fjórða. Arizona náði að klára fjögurra mínútna sókn sem taldi átta kerfi með snertimarki þegar að tæpar átta mínútur voru eftir. Kurt Warner átti djarfa sendingu á Fitzgerald á ögurstundu en sá síðarnefndi náði að grípa boltann í endasvæðinu þrátt fyrir erfiða stöðu. Arizona náði svo að koma Pittsburgh í erfiða stöðu í upphafi sinnar sóknar. Svo fór að liðið náði ekki að koma boltanum frá sér og fékk á sig sjálfmark. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig, 20-16. Pittsburgh byrjaði næstu sókn þegar þrjár mínútur voru eftir en hún entist ekki í nema nokkrar sekúndur. Arizona fékk boltann strax aftur og kláraði annað snertimark á aðeins 21 sekúndu. Kurt Warner átti sendinguna á Larry Fitzgerald sem kláraði 64 jarda kerfi með snertimarkinu. Þar með var Arizona komið yfir í fyrsta sinn í leiknum, 23-20, og skammt til leiksloka. Margir héldu að ótrúlegur sigur Arizona væri staðreynd. En Ben Roethlisberger og félagar hans neituðu að játa sig sigraða. Með mikilli seiglu náðu þeir að keyra átta kerfi áfram, hlaupa 78 jarda og skora snertimark. Roethlisbergar átti tvær lykilsendingar á Santonio Holmes sem var lykilmaðurinn í síðustu sókn Pittsburgh. Hann náði svo að grípa boltann í horni endamarksins frá Roethlisberger og tryggja þar með Pittsburgh sigurinn. Sannarlega ótrúlegur lokakafli á hreint frábærum leik. Arizona fékk ekki nema um 40 sekúndur til að svara en tókst það ekki í þetta sinn. Sætur sigur Pittsburgh því staðreynd. Þetta var sjötti sigur Pittsburgh í leiknum um Ofurskálina sem er met í NFL-deildinni.
Erlendar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira