Vísbendingar um hagkerfið í rusli 25. febrúar 2009 00:01 Losun á úrgangi frá fyrirtækjum dróst saman um 40 prósent í janúar. Mynd/Vilhelm „Ruslið er mælikvarði á gang efnahagslífsins," segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Losun úrgangs hefur dregist samfellt saman frá því efnahagslífið fór á hliðina hér í október í fyrra. Verulega dró úr sorplosun frá fyrirtækjum í janúar, eða um fjörutíu prósent. Heimilin hentu allt að fimmtán prósentum minna í byrjun árs en í fyrra. Hagnaður Sorpu nam 4,2 milljónum króna í fyrra samanborið við 161 milljón króna í hittiðfyrra. Rekstrartekjur námu rétt rúmum tveimur milljörðum króna sem er 2,1 prósenta hækkun á milli ára. Á móti jukust rekstrargjöld um sex prósent en þau námu 1,8 milljörðum. Björn sagði í samtali við Markaðinn í enda ágúst í fyrra nokkuð hafa dregið úr losun úrgangs frá fyrirtækjum á fyrstu sjö mánuðum ársins. Sérstaklega væri að draga úr sorplosun fyrirtækja í bygginga- og iðnaðargeiranum. Blikur væri á lofti enda sorplosun vísbending um hvert stefni í hagkerfinu. Spáin gekk eftir og gott betur. Björn segir nú samdrátt í sorplosun fyrirtækja merki um að atvinnulífið sé botnfrosið. Á sama tíma hafi losun á sorpi frá heimilum dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Það sé eðlilegt því umfang dagblaða hafi minnkað og því fari minna í tunnuna hjá þeim sem ekki flokka ruslið. Björn segir erfitt að greina hvert stefni í efnahagsmálum út frá sorplosun í dag. Ekki hafi verið rýnt í ruslið og það greint eftir efnisflokkum. Þó megi reikna með að fólk hendi færri raftækjum á næstunni. „Þetta fer þó allt eftir því hvernig atvinnulífið þróast," segir hann. - jab Markaðir Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
„Ruslið er mælikvarði á gang efnahagslífsins," segir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Losun úrgangs hefur dregist samfellt saman frá því efnahagslífið fór á hliðina hér í október í fyrra. Verulega dró úr sorplosun frá fyrirtækjum í janúar, eða um fjörutíu prósent. Heimilin hentu allt að fimmtán prósentum minna í byrjun árs en í fyrra. Hagnaður Sorpu nam 4,2 milljónum króna í fyrra samanborið við 161 milljón króna í hittiðfyrra. Rekstrartekjur námu rétt rúmum tveimur milljörðum króna sem er 2,1 prósenta hækkun á milli ára. Á móti jukust rekstrargjöld um sex prósent en þau námu 1,8 milljörðum. Björn sagði í samtali við Markaðinn í enda ágúst í fyrra nokkuð hafa dregið úr losun úrgangs frá fyrirtækjum á fyrstu sjö mánuðum ársins. Sérstaklega væri að draga úr sorplosun fyrirtækja í bygginga- og iðnaðargeiranum. Blikur væri á lofti enda sorplosun vísbending um hvert stefni í hagkerfinu. Spáin gekk eftir og gott betur. Björn segir nú samdrátt í sorplosun fyrirtækja merki um að atvinnulífið sé botnfrosið. Á sama tíma hafi losun á sorpi frá heimilum dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Það sé eðlilegt því umfang dagblaða hafi minnkað og því fari minna í tunnuna hjá þeim sem ekki flokka ruslið. Björn segir erfitt að greina hvert stefni í efnahagsmálum út frá sorplosun í dag. Ekki hafi verið rýnt í ruslið og það greint eftir efnisflokkum. Þó megi reikna með að fólk hendi færri raftækjum á næstunni. „Þetta fer þó allt eftir því hvernig atvinnulífið þróast," segir hann. - jab
Markaðir Viðskipti Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent