Ábending til fulltrúa hluthafa Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 11. desember 2009 06:00 Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun