Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina 1. apríl 2009 20:12 Atli Gíslason og Birgir Ármannsson. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56
Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29