Hverju einustu krónu til baka 8. janúar 2009 00:01 Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Auðmenn Íslands sem gert hafa þjóðina nánast gjaldþrota eru sjálfir ekki á flæðiskeri staddir. Það virðist alla vega eiga við um þá marga. Reglulega berast fréttir af stórfelldu braski þeirra, myndir af eignum bæði hér á landi og erlendis. Þetta er okkur sagt á sama tíma og verið er að hlaða skuldaklyfjunum upp á bakið á skattgreiðendum næstu ár og jafnvel áratugi vegna Icesave-lána Landsbankans. Ekki er lengra síðan en í apríl síðastliðnum að Björgólfur Thor Björgólfsson var sagður í hópi þrjátíu ríkustu manna á Bretlandseyjum. Þótt hann hafi eins og aðrir misst hlut sinn í Landsbankanum þegar bankinn hrundi þarf ekkert að efast um að eignir hans og annarra auðmanna eru enn gríðarlegar. En enginn veit hverjar raunverulegar eignir þessara manna eru. Enginn nema innvígðir fá heldur að vita hvað komið hefur út úr rannsóknarskýrslum endurskoðunarfyrirtækja á aðdraganda bankahrunsins um hvort lög hafi verið brotin. Framkvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins segir að almenningur fái hugsanlega útdrátt úr skýrslunum þegar „fagmenn" hafa farið yfir þær. Það er að segja: kannski. Stundum er engu líkara en valdamenn þessa lands séu að hvetja til uppreisnar í landinu. Almenningur sem á að borga brúsann fær kannski - kannski! - að vita hvað það er sem honum verður gert að greiða fyrir. Krafan er allt upp á borðið, allar upplýsingar opinberaðar, allar eignir þeirra auðmanna, sem ábyrgir eru fyrir hruninu, verði fundnar og séð til þess að hver einasta króna í þeirra fórum verði látin ganga upp í skuldir áður en þjóðin verður látin blæða. Er til of mikils mælst? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar