Þöggunarkrafa Þorsteins 22. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar