Ísland upp um níu sæti á heimslista FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. október 2009 11:00 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu fór upp um níu sæti á heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í dag. Ísland er nú í 87. sæti en hefur síðan síðasti listi var gefinn út unnið tvo vináttulandsleiki - gegn Georgíu og Suður-Afríku - og gert jafntefli við Noreg í undankeppni HM 2010. Ísland fékk 392,5 stig fyrir Noregsleikinn, 352,43 stig fyrir sigurinn á Suður-Afríku og 264 stig fyrir sigurinn á Georgíu. Ísland hefur hæst náð 75. sæti á heimslistanum á þessu ári en það var í mars síðastliðnum. Ísland er nú í 40. sæti af alls 53 Evrópuþjóðum og fór upp um tvö sæti frá síðasta mánuði. Liðið hoppaði þar með upp fyrir Moldóvu og Albaníu. Næstu Evrópulið fyrir ofan Ísland eru Wales, Svartfjallaland, Hvíta-Rússland og Belgía. Suður-Afríka hrundi um tólf sæti eftir að hafa tapað fjórum af fimm leikjum sínum á undanförnum mánuði. Liðið er nú í 85. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan 1993. Engin breyting er á meðal fjögurra efstu þjóða á heimslistanum. Brasilía, Spánn, Holland og Ítalía eru efst á blaði en Þýskaland er nú í fimmta sæti. Þjóðverjar voru í síðasta mánuði ásamt Ítölum í 4.-5. sæti. Diego Maradona og hans menn í Argentínu hoppa upp um tvö sæti og eru nú í sjötta sæti listans. England er í sjöunda sæti en næst koma Króatía, Frakkland og Portúgal. Af þessum þjóðum hafa þau tvö síðastnefndu ekki enn tryggt sér sæti á HM í Suður-Afríku á næsta ári en Króatía er hins vegar fallið úr leik. Króatar og Tékkar eru einu þjóðirnar meðal þeirru 20 efstu sem náðu ekki að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku. Þrettán eru þegar búnar að koma sér á HM og fimm þurfa að fara í umspil. Aðeins tvær þjóðir sem munu taka þátt í HM í Suður-Afríku á næsta ári eru ekki á meðal efstu 50 á heimslistanum. Það eru gestgjafarnir (85. sæti) og Norður-Kórea sem er í 91. sæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira