Skýrsla um verðmat á bönkunum komin í ráðuneytið 24. apríl 2009 20:47 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna. Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki. Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna. Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.Með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrsluna Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra. Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann. Upplýsingarnar hafa legið fyrir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir." Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun. Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar. Hægt er að horfa á umræðuþáttinn frá því í kvöld hér.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37 Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31 Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00 Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins. 24. apríl 2009 19:37
Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. 24. apríl 2009 18:31
Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. 24. apríl 2009 06:00
Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. 24. apríl 2009 19:54