Segja Marel ekki á leið úr landinu Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. mars 2009 00:01 Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson. Marel er ekki á förum og gjaldeyrishöft ekki til vandræða samkvæmt því sem nýir yfirmenn Marel Food Systems segja. Mynd/GVA „Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
„Áherslan er nú á samþættingu rekstrarins og endurskipulagningu undir einu heiti eftir mjög hraðan uppvöxt og útrás síðustu ára," segir Theo Hoen, nýr forstjóri Marel Food Systems. Hann hefur starfað við hlið Harðar Arnarsson frá því Marel Food Systems sameinaðist Stork Food Systems í fyrravor, en þar var Theo Hoen forstjóri áður. Tilkynnt var um starfslok Harðar um helgina. Þá tók Sigsteinn Grétarsson, sem áður var framkvæmdastjóri starfsemi Marel hf. hér á landi, sæti í framkvæmdastjórn félagsins við hlið Hoens og Eriks Kaman fjármálastjóra. Breytingarnar ollu nokkru umróti meðal starfsfólks Marel Food Systems hér, en nýir yfirmenn félagsins kynntu þær á fjölmennum fundi á mánudag. „Spurningarnar sem helst brunnu á fólki sneru að því hvort flytja ætti félagið úr landi og hvort störf þess væru trygg," segir Hoen, sem vísar á bug öllum vangaveltum um flutning fyrirtækisins. Þekkingin sé hér til staðar og eðli starfseminnar ekki þannig að hún verði auðveldlega flutt. „Svo hefur starfsemin líka gengið mjög vel hér og undarlegt að fara að hrófla við því. Frekar væri að við mundum auka við okkur," segir hann, en segist um leið skilja áhyggjur fólks af þessu. „En þetta sýnum við best í verki næsta hálfa árið." Theo Hoen og Sigsteinn Grétarsson segja ljóst að félagið sé í yfirburðastöðu í heiminum með heildarlausnir í vinnslu matvæla sem ekkert annað félag fái keppt við. Vissulega sé samkeppni þó hörð innan einstakra framleiðsluþátta, svo sem hvað varði einstakar skurðar- eða pökkunarvélar. Ekki sé hins vegar von á neinum kollsteypum í starfseminni og áherslan á vöruþróun tengdri vinnslu á fuglakjöti, fiski og öðru kjöti. „Núna ríður á að koma fram sem eitt fyrirtæki, bæði inn á við og út á við. Það er stærsta áskorunin sem við Sigsteinn stöndum nú frammi fyrir," segir Hoen. Hluthafar segir hann að standi sterkir að baki stefnu félagsins og hafi burði til að styðja við hana, þótt ekkert launungarmál sé að stjórnin vildi gjarnan aukna erlenda fjárfestingu í félagið. „Stærsti hluti fjármögnunarinnar er hins vegar hér á landi og engin vandkvæði fyrirséð þar," segir hann og telur ekki að gjaldeyrishöft Seðlabankans séu til trafala. Hoen verður með aðsetur í Boxmeer í Hollandi þar sem yfir 800 manns starfa, en Sigsteinn verður starfandi hér, þar sem um 350 manns starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar Marel Food Systems verða áfram hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur