Þögn Sigmundar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál skrifar 9. september 2009 06:00 Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar