Þingmenn tengdir minnst 55 félögum 14. apríl 2009 04:00 Alþingi Helmingur alþingismanna er í augnablikinu tengdur hlutafélögum með einum eða öðrum hætti.Fréttablaðið/GVA Fimmtán alþingismenn áttu að öllu leyti eða að hluta minnst sautján fyrirtæki í árslok 2007. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo Ísland vann fyrir Fréttablaðið. Tölur um eignarhald þingmanna í fyrirtækjum vann Creditinfo meðal annars úr ársreikningaskrá. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um eignarhaldið eins og það var um síðustu áramót þar sem ársreikningum fyrir árið 2008 hefur í langflestum tilvikum ekki verið skilað. Upplýsingar um eignarhald eru þannig alls ekki tæmandi, ekki síst þegar einnig er litið til þess að félög upplýsa ekki alltaf um eignarhald í ársreikningum og sum skila þeim jafnvel aldrei inn. "Niðurstöður sýna það helst að flestir þingmanna með eignartengsl í fyrirtækjum eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins en tíu af 26 þingmönnum þeirra áttu eignahlut í fyrirtækjum hinn 31. desember 2007. Af sautján þingmönnum Samfylkingar áttu þrír eignarhald í fyrirtækjum, einn af níu þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs en enginn af þingmönnum Framsóknarflokks," segir í skýrslu Creditinfo, sem segist ekki skilgreina nánar flokksstöðu þeirra þingmanna sem eftir standa til að afhjúpa ekki hvaða einstaklinga sé um að ræða. Af þessum óskilgreinda hópi - sem í eru þingmenn Frjálslynda flokksins auk utanflokkamannsins Kristins H. Gunnarssonar - áttu þrír í fyrirtækjum. Einnig var kannað í hlutafélagaskrá nú í byrjun apríl hvernig alþingismenn tengjast hlutafélögum sem stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og svo framvegis. Hlutafélagaskrá er uppfærð daglega og eru upplýsingar úr henni því nýjar. Í ljós kom að alþingismenn tengjast nú minnst 55 félögum. "Nær helmingur þingmanna á Alþingi er skráður í hlutafélagaskrá sem stjórnarmaður, prókúruhafi, framkvæmdastjóri, endurskoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í stjórn. Af 63 þingmönnum eru 30 þingmenn tengdir félögum með fyrrgreindum hætti," segir í Creditinfo-skýrslunni. Flestir þingmannanna tengjast fyrirtækjum með stjórnarsetu. "Í dag sitja 20 þingmenn í stjórnum 50 fyrirtækja en í janúar 2008 sátu 26 þingmenn í stjórnum 69 fyrirtækja," segir í skýrslunni. "Sautján af 26 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru skráðir í stjórn, með prókúru, skráðir framkvæmdastjórar, endurskoðendur eða varamenn. Af sautján mönnum Samfylkingarinnar eru sjö tengdir fyrirtækjum, þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar ¿ græns framboðs, fjórir þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Frjálslynda flokksins." Tekið skal fram að ekki var litið til maka þingmanna eða annarra náinna fjölskyldumeðlima í athugun Creditinfo. Við skoðun á krosseignatengslum þingmanna, það er eignarhluta í fyrirtækjum í gegnum önnur félög, var enn fremur aðeins skoðað einn lið áfram frá viðkomandi félagi. Creditinfo segir hægt að skoða þetta betur en að það hafi ekki verið gert nú og upplýsingar um krosseignatengslin því ekki tæmandi. Athugunin leiddi fram að félag eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins átti í sjö öðrum félögum og að félag í eigu eins þingmanns Samfylkingar átti í fimm öðrum félögum. "Miðlun upplýsinga sætir miklum takmörkunum og hefur Persónuvernd synjað Creditinfo að miðla slíkum upplýsingum þrátt fyrir að þær byggi á opinberum gögnum sem ætlað er að tryggja ákveðið gagnsæi," segir í skýrslu Creditinfo. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segist telja að allt sem stuðli að betra gagnsæi sé öllum til góðs, bæði viðskiptaumhverfinu og öðrum. "Við erum að tala um upplýsingar um eignarhald einstaklinga sem við lesum úr opinberum gögnum en megum ekki miðla. Við erum ekki að óska eftir að gefa öllum leyfi til að fletta upp eignarhaldi hjá hvaða einstaklingi sem er. En þegar teknar eru ákvarðanir um viðskipti gætu legið lögvarðir hagsmunir í því fyrir einn aðila að vita hvað annar á og hvað hann stendur fyrir og hvaða félögum hann tengist," segir Rakel. Átta af áðurnefndum 55 hlutafélögum hafa enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 til ársreikningaskrár. Rakel segir þetta langt í frá einsdæmi. Allt að fimmtungur skilaskyldra félaga á Íslandi hafi enn ekki skilað inn ársreikningum 2007 nú tæpum átta mánuðum eftir að lokafrestur til þess rann út í fyrrahaust. "Ólíkt því sem er í löndunum í kringum okkur er ákveðin lenska hér að fyrirtæki eru alls ekki að skila ársreikningum á réttum tíma," segir Rakel sem kveður þennan brest vera gríðarlegan galla á íslensku viðskiptalífi. Ef fyrirtæki þurfi fyrirgreiðslu sé jafnvel verið að byggja á úreltum gögnum. Þetta sé ekki síst alvarlegt í augum erlendra aðila sem séu vanir því að eðlileg fyrirtæki í rekstri skili inn ársreikningum á tilsettum tíma. "Til þess að ávinna okkur traust íslenskra fyrirtækja erlendis þarf að veita upplýsingar um fyrirtækin til útlanda. Að skýra út fyrir erlendum aðilum hvers vegna íslensku fyrirtækin eru ekki búin að skila inn ársreikningum þó að fresturinn sé löngu liðinn er eiginlega ekki vinnandi vegur," segir Rakel Sveinsdóttir. Kosningar 2009 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Fimmtán alþingismenn áttu að öllu leyti eða að hluta minnst sautján fyrirtæki í árslok 2007. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo Ísland vann fyrir Fréttablaðið. Tölur um eignarhald þingmanna í fyrirtækjum vann Creditinfo meðal annars úr ársreikningaskrá. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um eignarhaldið eins og það var um síðustu áramót þar sem ársreikningum fyrir árið 2008 hefur í langflestum tilvikum ekki verið skilað. Upplýsingar um eignarhald eru þannig alls ekki tæmandi, ekki síst þegar einnig er litið til þess að félög upplýsa ekki alltaf um eignarhald í ársreikningum og sum skila þeim jafnvel aldrei inn. "Niðurstöður sýna það helst að flestir þingmanna með eignartengsl í fyrirtækjum eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins en tíu af 26 þingmönnum þeirra áttu eignahlut í fyrirtækjum hinn 31. desember 2007. Af sautján þingmönnum Samfylkingar áttu þrír eignarhald í fyrirtækjum, einn af níu þingmönnum Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs en enginn af þingmönnum Framsóknarflokks," segir í skýrslu Creditinfo, sem segist ekki skilgreina nánar flokksstöðu þeirra þingmanna sem eftir standa til að afhjúpa ekki hvaða einstaklinga sé um að ræða. Af þessum óskilgreinda hópi - sem í eru þingmenn Frjálslynda flokksins auk utanflokkamannsins Kristins H. Gunnarssonar - áttu þrír í fyrirtækjum. Einnig var kannað í hlutafélagaskrá nú í byrjun apríl hvernig alþingismenn tengjast hlutafélögum sem stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og svo framvegis. Hlutafélagaskrá er uppfærð daglega og eru upplýsingar úr henni því nýjar. Í ljós kom að alþingismenn tengjast nú minnst 55 félögum. "Nær helmingur þingmanna á Alþingi er skráður í hlutafélagaskrá sem stjórnarmaður, prókúruhafi, framkvæmdastjóri, endurskoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í stjórn. Af 63 þingmönnum eru 30 þingmenn tengdir félögum með fyrrgreindum hætti," segir í Creditinfo-skýrslunni. Flestir þingmannanna tengjast fyrirtækjum með stjórnarsetu. "Í dag sitja 20 þingmenn í stjórnum 50 fyrirtækja en í janúar 2008 sátu 26 þingmenn í stjórnum 69 fyrirtækja," segir í skýrslunni. "Sautján af 26 þingmönnum Sjálfstæðisflokks eru skráðir í stjórn, með prókúru, skráðir framkvæmdastjórar, endurskoðendur eða varamenn. Af sautján mönnum Samfylkingarinnar eru sjö tengdir fyrirtækjum, þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar ¿ græns framboðs, fjórir þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Frjálslynda flokksins." Tekið skal fram að ekki var litið til maka þingmanna eða annarra náinna fjölskyldumeðlima í athugun Creditinfo. Við skoðun á krosseignatengslum þingmanna, það er eignarhluta í fyrirtækjum í gegnum önnur félög, var enn fremur aðeins skoðað einn lið áfram frá viðkomandi félagi. Creditinfo segir hægt að skoða þetta betur en að það hafi ekki verið gert nú og upplýsingar um krosseignatengslin því ekki tæmandi. Athugunin leiddi fram að félag eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins átti í sjö öðrum félögum og að félag í eigu eins þingmanns Samfylkingar átti í fimm öðrum félögum. "Miðlun upplýsinga sætir miklum takmörkunum og hefur Persónuvernd synjað Creditinfo að miðla slíkum upplýsingum þrátt fyrir að þær byggi á opinberum gögnum sem ætlað er að tryggja ákveðið gagnsæi," segir í skýrslu Creditinfo. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segist telja að allt sem stuðli að betra gagnsæi sé öllum til góðs, bæði viðskiptaumhverfinu og öðrum. "Við erum að tala um upplýsingar um eignarhald einstaklinga sem við lesum úr opinberum gögnum en megum ekki miðla. Við erum ekki að óska eftir að gefa öllum leyfi til að fletta upp eignarhaldi hjá hvaða einstaklingi sem er. En þegar teknar eru ákvarðanir um viðskipti gætu legið lögvarðir hagsmunir í því fyrir einn aðila að vita hvað annar á og hvað hann stendur fyrir og hvaða félögum hann tengist," segir Rakel. Átta af áðurnefndum 55 hlutafélögum hafa enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2007 til ársreikningaskrár. Rakel segir þetta langt í frá einsdæmi. Allt að fimmtungur skilaskyldra félaga á Íslandi hafi enn ekki skilað inn ársreikningum 2007 nú tæpum átta mánuðum eftir að lokafrestur til þess rann út í fyrrahaust. "Ólíkt því sem er í löndunum í kringum okkur er ákveðin lenska hér að fyrirtæki eru alls ekki að skila ársreikningum á réttum tíma," segir Rakel sem kveður þennan brest vera gríðarlegan galla á íslensku viðskiptalífi. Ef fyrirtæki þurfi fyrirgreiðslu sé jafnvel verið að byggja á úreltum gögnum. Þetta sé ekki síst alvarlegt í augum erlendra aðila sem séu vanir því að eðlileg fyrirtæki í rekstri skili inn ársreikningum á tilsettum tíma. "Til þess að ávinna okkur traust íslenskra fyrirtækja erlendis þarf að veita upplýsingar um fyrirtækin til útlanda. Að skýra út fyrir erlendum aðilum hvers vegna íslensku fyrirtækin eru ekki búin að skila inn ársreikningum þó að fresturinn sé löngu liðinn er eiginlega ekki vinnandi vegur," segir Rakel Sveinsdóttir.
Kosningar 2009 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira