Nú verða orð að standa! Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur verið á gagnkvæmum fullyrðingum um hver niðurstaðan yrði. Aldrei hefur mátt láta á reyna. Aldrei mátt ganga úr skugga um hvað rétt sé. Bara gapað upp í vindinn. Ef öll umræða á Íslandi hefði verið á þessa bókina lærð hefði Ísland aldrei gerst aðili að neinu fjölþjóðlegu samstarfi. Aldrei tekið þátt í EFTA. Aldrei notið góðs af EES. Íslenska þjóðin væri enn að þræta. Enn að skiptast á gagnkvæmum fullyrðingum. Enn að gapa upp í vindinn. Aldrei neinn getað tekið af skarið. Sífellt fleirum verður nú ljóst, að áframhaldandi þráseta og þvergirðingsháttur mun óhjákvæmilega kosta þjóðina annað áfall, sem hún mun ekki rísa undir. Þrætubókarlistin mun reynast Íslendingum dýrkeyptari en svo að þjóðin fái við ráðið. Nú er ekki hægt lengur að drepa málunum á dreif. Við getum ekki gert okkur að athlægi erlendis með heimóttarskap eins og þeim að ætla að fá alþjóðastofnanir til þess að ganga erinda okkar í mörkun peningastefnu, um að taka upp norska krónu, eyri vaðmáls eða kúgildi sem gjaldmiðil. Nógu margir gera nú grín að íslensku þjóðinni svo það bætist ekki ofaná að láta líka hlægja að heimóttarskapnum. Við verðum að fá að vita kost og löst, ekki með því að halda áfram að skiptast á gagnkvæmum og innihaldslitlum fullyrðingum heldur með því að fá lagt á borðið hvaða niðurstöðum við getum náð. Af hverju má það ekki? Við hvað eru menn hræddir? Eftir fjórtán ár gapandi upp í vindinn? Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vann í lok níunda áratugarins eftirminnilegan sigur á óðaverðbólgunni með þjóðarsáttarsamningunum. Alþýðuflokkurinn sat í þeirri ríkisstjórn. Sá árangur var þeirrar stærðar, að það þurfti sterk rök fyrir því að halda ekki því samstarfi áfram eftir kosningarnar 1991. Þau sterku rök voru, að án þess að skipta um ríkisstjórn var aðild Íslands að EES í sjálfheldu og væri það enn. Ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki látið því samstarfi lokið hefði Ísland aldrei hafið samningaviðræður um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu. Landsmenn væru þá enn að rífast um hvort leita ætti slíkra samninga eins og þeir hafa þrætt um það nú í 14 ár hvort ætti að spyrjast fyrir um kjör Íslands hjá Evrópusambandinu. Þegar Samfylkingin var stofnuð kynnti hún sig sem valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Loks væri kominn flokkur, sem gæti náð þeirri stærð að geta axlað stjórnarforystu í samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn. Annað hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn – um það stæði valið. Hvaða rök voru þá fyrir því að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2007? Sömu rök og réðu valinu eftir kosningarnar 1991 – að einungis þannig gæti Samfylkingin náð sérstöku baráttumáli sínu í höfn? Evrópumálunum. Það héldum við margir. Við héldum að sátt hefði náðst milli forystumanna um að leiða það mál til lykta á kjörtímabilinu. Eða voru það meginrökin að koma bara í veg fyrir að aðrir aðrir flokkar en Samfylkingin veldust til stjórnarsetu? Tíminn virðist nú hafa svarað þeirri spurningu. Hvað annað stendur eftir? Það svar er mér ekki að skapi. Svo er um fleiri af mínum félögum. Samfylkingin stendur ekki lengur nánast ein í afstöðu til Evrópu. Hún hefur fengið liðsinni atvinnulífsins og samtaka launafólks við þá stefnu að leita eftir viðræðum við Evrópusambandið. Allir þessir aðilar gera sér ljósa grein fyrir því að það er orðið lífsspursmál fyrir þjóðina að láta á það reyna strax hvaða skilmála Íslendingar geta fengið sæki þeir um aðild að Evrópusambandinu og að þjóðin fái svo að taka afstöðu til þeirra skilmála í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Samfylkingin ekki situr við sinn keip, ef hún selur þetta baráttumál sitt fyrir kosningar fyrir völd eftir kosningar þá er aðild sú, sem ég átti að stofnun hennar, ein mestu mistök sem ég hef gert á mínum stjórnmálaferli. Svo einfalt er það. Svo skýrt. Höfundur stóð sem formaður Alþýðuflokksins að stofnun Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun