Hvað er persónukjör? Þorkell Helgason skrifar 4. mars 2009 00:01 Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í þjóðmálaumræðu hefur persónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Hér verða dregin saman nokkur lykilatriði þessa máls. Að öðru leyti er bent á greinargerð um persónukjör sem finna má á vef landskjörstjórnar, landskjor.is, nánar tiltekið á síðunni http://www.landskjor.is/media/frettir/Personukjor9feb2009a.pdf. SkilgreiningarHugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt: P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun. P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg. P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing. P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2. P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt. P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi. EvrópaVelflest lýðræðisríki í Evrópu bjóða upp á persónukjör við þjóðþingskosningar sem fellur a.m.k. undir róttækari gerð leiðar P1 og allt að P4. Á Írlandi er löng hefð fyrir kerfi sem fellur undir P4. Sviss og Lúxemborg hafa líka slíkt kerfi. Af nálægum ríkjum sem viðhafa listakosningar er það einungis í Ísrael, Noregi, Portúgal og á Spáni þar sem engin eða veikburða tegund af persónukjöri er við kosningar til þjóðþinga. NorðurlöndAf Norðurlöndum ganga Finnar lengst í þessum efnum. Þar eru listar í stafrófsröð og kjósandinn krossar við einn frambjóðanda sem þýðir um leið að atkvæði er greitt viðkomandi lista. Þeir komast á þing fyrir sinn lista sem flesta fá krossana. Kerfi Finna fellur því undir flokk P3. Danir komast trúlega næst Finnum. Fyrirkomulag þeirra er fjölbreytilegt og verður ekki lýst hér. Aðeins sagt að þar hafa framboðslistar val um þrenns konar uppstillingu allt frá fullröðuðum listum, þar sem kjósendur hafa lítil áhrif á röðunina, upp í það að kjósendur geti valið sér með einum krossi mann af óröðuðum listum. Þeirra kerfi er því ýmist í flokki P1, P2 eða P3. Í kosningum til sænska Ríkisþingsins eru framboðslistar raðaðir en kjósendur mega velja með krossi einn frambjóðanda sérstaklega (af sama lista og þeir kjósa). Þeir frambjóðendur sem þannig fá stuðning a.m.k. 8% kjósenda síns lista komast upp fyrir flokksröðunina þegar kemur að því að þingsætum listans er ráðstafað. Sænska fyrirkomulagið fellur því milli flokks P1 og P2. Við kosningar til norska Stórþingsins er notað sama fyrirkomulag og hér á landi á árunum 1987-2000 (sjá neðar) sem veitir kjósendum afar rýra möguleika til breytinga. Norðmenn eru því á milli flokks P0 og P1! ÍslandHérlendis hefur gengið á ýmsu um persónukjör við Alþingiskosningar. Þegar við upphaf listakosninga var með lögum frá 1915 tekið upp það fyrirkomulag, sem enn gildir að grunni til, að listar eru boðnir fram raðaðir í óskaröð hvers framboðs. Raunar var þetta innleitt með lögum frá 1913 hvað varðar bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík. Kjósendur gátu þá strax breytt röðuninni með talnamerkingum og jafnframt strikað út einstaka frambjóðendur en það er einskorðað við þann lista sem kjósandinn hefur merkt við. Áhrifin af þessum breytingum kjósenda hafa verið afar mismunandi. Ákvæðin og gildistími þeirra hafa verið sem hér segir: 1915-1959: Hver sætistala var ávísun á viss atkvæðisbrot sem síðan voru lögð saman hjá hverjum frambjóðenda og verður að atkvæðatölu frambjóðandans. Aðferðafræðin er kennd við Borda. Áhrif kjósenda voru allmikil undir þessu fyrirkomulagi. Það gerðist tvisvar á þessu árabili að frambjóðandi náði ekki kosningu vegna breytinga kjósenda. 1959-1987: Að nafninu til var notuð sama aðferð og áður en vægi kjósenda þó rýrt svo mjög að það þurfti þrefalt fleiri kjósendur að gera sömu breytingu til að ná sama árangri og áður. 1987-2000: Á þessu tímabili var túlkun röðunartalnanna gjörbreytt þannig að nú var með þeim verið að kjósa í viðkomandi sæti eins og í prófkjörum. Meira en helmingur kjósenda þurfti að gera sömu breytingu til að hreyfa við manni á lista, sem auðvitað gerðist aldrei! 2000-?: Með lögum frá árinu 2000 var í grundvallaratriðum horfið til baka til hinnar upphaflegu aðferðar frá 1913/15, aðferðar Borda, en þó í nokkuð öðrum búningi þannig að möguleikar kjósenda til breytinga eru að jafnaði minni en á tímabilinu 1915-1959. Þó gerðist það í síðustu kosningum, árið 2007, að tveir frambjóðendur færðust niður um sæti vegna breytinga kjósenda. Hvorugur þeirra missti þó þingsæti af þessum sökum. Í öllum tilvikum má segja að hið íslenska fyrirkomulag persónukjörs falli undir flokk P1 og innan hans í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Nú er hugað að persónukjöri, jafnvel fyrir komandi kosningar. Í meðfylgjandi töflu eru dregnar saman helstu hugmyndir sem hafa verið á kreiki. Sem fyrr er kostunum raðað í róttækniröð í samræmi við almennu flokkunina sem fyrr er lýst. Í töflunni er sérstaklega tekið fram hvort breytingarnar kalli á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Sé ekki svo mætti tæknilega séð breyta kosningalögum nú þannig að ákvæðin giltu við komandi kosningar. Þar með er enginn dómur felldur um það hvort það sé pólitískt raunhæft né heldur hvort vilji sé til þess. Eftir breytingar á stjórnarskránni sem tóku gildi árið 1999 þarf aukinn meirihluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til að breyta megi sumum ákvæðum kosningalaga. Fram kemur í töflunni hvort reyna kynni á þetta ákvæði. Viðfangsefnið persónukjör er hvergi nærri tæmt í þessum greinarstúf. T.d. er í engu rætt um hvort skynsamlegra sé að kjósendur velji frambjóðendur með krossum, einum eða fleirum, eða raði þeim með tölustöfum. Röðunina þarf síðan að túlka sem kosningu í sæti, sem eins konar forgangsröðun (eins og gert er á Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot (sbr. aðferð Borda) og þá hvernig? Aftur skal vísað til greinargerðarinnar á vefsíðu landskjörstjórnar til frekari fróðleiks.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun