Leynisamningar Landsvirkjunar Jón Steinsson skrifar 16. október 2009 06:00 Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun