Brostið traust er ekki traustabrestur Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2009 06:00 Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni. Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á „lántökualdri". Nú virðast þessir 40 þúsund Íslendingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætisráðherrans, fjármálaráðherrans, utanríkisráðherrans - og Tryggva Þórs Herbertssonar - um að allt væri í stakasta lagi. Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuldbindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins. Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðrembingurinn hefur breyst í andhverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga samskipti við umheiminn og Íslendinga. Fötin, sem við klæðumst, Skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs - landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu - allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir andvirði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlöndum. Sem við verðum að fá útlendinga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila - og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýðræðislegum kosningum og samþykktum Alþingis sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásarvíkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber. Þetta er ekki spurning um auðmagn, vonda kapítalista né hvernig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið á bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalismans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara. Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni. Þessir 40 þúsund Íslendingar munu vera hartnær helmingur landsmanna á „lántökualdri". Nú virðast þessir 40 þúsund Íslendingar ætla að eiga erfitt með að standa við greiðslur vaxta og afborgana af lánunum sem þeir tóku til þess að eignast einn glæsilegasta bílaflota, sem um getur í Evrópu. Í umræðunni er, að hinir Íslendingarnir, sem ekki tóku lánin, eigi að hjálpa þeim að greiða reikninginn. Jafnvel er í umræðunni að þeir útlendingar eigi að taka á sig skell, sem fengu íslenskum aðilum í hendur sparifé sitt eftir að hafa hlýtt á fullyrðingar helstu ráðamanna þjóðarinnar: forsetans, forsætisráðherrans, fjármálaráðherrans, utanríkisráðherrans - og Tryggva Þórs Herbertssonar - um að allt væri í stakasta lagi. Íslendingum væri treystandi. Þeir myndu standa við skuldbindingar sínar. Líka þessi 40 þúsund. Slíkt væri inngróið í eðli Íslendinga, enda væru þeir á fljúgandi siglingu að því marki að gera landið að einni af helstu fjármálamiðstöðvum heimsins. Þjóðin hefur glatað trausti nágranna sinna. Ofstopinn í umræðunni er ekki til marks um traustabrest heldur brostið traust. Stærilætið og þjóðrembingurinn hefur breyst í andhverfu sína. Ég þekki enga þjóð sem er jafn háð því að eiga samskipti við umheiminn og Íslendinga. Fötin, sem við klæðumst, Skórnir á fótum okkar. Tækin sem við notum. Nánast öll aðföng íslensks atvinnulífs - landbúnaðar, iðnaðar, sjávarútvegs, ferðaþjónustu - allt er þetta fengið frá útlöndum. Keypt fyrir andvirði varnings, sem við verðum að finna markað fyrir í útlöndum. Sem við verðum að fá útlendinga til þess að kaupa af okkur til þess að geta aftur keypt af þeim. Forsenda slíkra viðskipta er að traust ríki milli aðila - og að það traust sé gagnkvæmt. Hvernig ætlar þjóð, sem svo mikið er háð umheiminum, að eiga sér framtíð ef hún glatar trausti umheimsins til frambúðar? Þykir mönnum líklegt að það siðrof, sem er að verða í íslensku samfélagi þar sem Íslendingar neita að axla ábyrgð jafnt á eigin gerðum sem og skýlausum yfirlýsingum eigin stjórnvalda sem talað hafa í nafni þjóðarinnar samkvæmt umboði sem hún hefur þeim fengið í lýðræðislegum kosningum og samþykktum Alþingis sé líklegt til þess að endurheimta glatað traust? Í nágrannaríkjum okkar er ekki einungis rætt um útrásarvíkingana. Þar eru ekki bara nefndir sérstaklega til sögunnar Jón Ásgeir, Björgólfsfeðgar eða Hannes Smárason. Þar ræðir fólk ekki síst um íslensku þjóðina, hvernig fyrir henni er komið og hvaða ábyrgð hún ber. Þetta er ekki spurning um auðmagn, vonda kapítalista né hvernig blása megi í glæður gamalla kommúnista, sem drógu sig svo lítið á bæri á inn í skelina við hrun Berlínarmúrsins og fóru að skrifa litteratúr þar til allt í einu nú að þeir spretta fram eins og gorkúlur á haugi með gamalkunnu frasana um auðvald og kúgun kapítalismans. Þetta er spurning um hvernig íslenskur almenningur ætlar að koma fram við stéttarbræður sína annars vegar á Íslandi og hins vegar í öðrum löndum. Hvernig ósköp venjulegt fólk eins og ég og þú ætlar að koma fram við ósköp venjulegt fólk eins og þig og mig. Sú er spurningin, sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir og verður að svara. Uppgjör almennings á Íslandi við þá, sem meginábyrgðina bera á hruni efnahagslífsins, traustsins og þjóðarstoltsins, er svo önnur saga. Saga sem verður samin af okkur sjálfum að mestu einum og óstuddum. Er líka hætta á siðrofi þar? Hvaða bresti merkja menn þar? Eru það traustabrestir eða brestandi traust? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun