Reiðin sem förunautur Margrét kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2009 06:00 Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hefur okkur sennilega flestum liðið svipað; orðið öskureið, pirruð, döpur og leið og hugsað upphátt: „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?" Flestir hafa blótað útrásarvíkingunum, bankastjórunum, ríkisstjórninni, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og fleirum bæði upphátt og í hljóði. Það er rifist og skammast á kaffistofum, í fjölskylduboðum, í fjölmiðlum, á netinu - á flestum stöðum þar sem menn tjá skoðanir sínar. En reiðin er ekki góður förunautur. Í fyrsta lagi eru fáir sérlega skemmtilegir þannig og í öðru lagi breytist ástandið lítið við að láta reiðina taka völdin. En það sem skiptir þó mestu máli er að sjálfum líður okkur ekkert vel þegar við erum reið og hverjum hugnast að búa í þjóðfélagi þar sem allir eru reiðir og neikvæðir - hverjum hugnast að ala börn sín upp í þannig þjóðfélagi? Við Íslendingar þurfum að hafa í huga að þrátt fyrir allt höfum við það mjög gott. Langstærsti hluti jarðarbúa vildi án lítillar umhugsunar hafa vistaskipti við okkur þrátt fyrir þær þrengingar sem við erum að ganga í gegnum, en þessari staðreynd gleymum við oft. Það mun segja mikið um okkur sem þjóð hvernig við tökumst á við núverandi aðstæður - hvaða karakter við höfum að geyma. Ætlum við að halda áfram að fara þetta á hnefanum eða ætlum við að snúa bökum saman og vinna okkur út úr þessu sem einn maður? En það mun ekki síður segja mikið um orðstír okkar á komandi áratugum hvernig við vinnum okkur út úr núverandi stöðu. Ætlum við ofan á gríðarlega skuldsetningu komandi kynslóða að skilja þær eftir með svert mannorð á alþjóðavettvangi? Það er ótrúlega mikið til í því orðatiltæki að „eftir höfðinu dansi limirnir" og þessa dagana er fátt dapurlegra en að fylgjast með störfum Alþingis og kannski ekki að undra að þjóðin er í því ástandi sem hún er þegar horft er til þeirra sem við höfum valið að leiða okkur út úr núverandi þrengingum. Flestir stjórnmálamenn eru þó vafalítið að gera sitt besta í erfiðri stöðu en allt of margir þurfa að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að þetta er ekki tími hinna stóru hugmyndafræðilegu sigra. Þeir verða að átta sig á því að þeir eru ekki eingöngu framsóknarmenn, samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn, vinstri grænir eða í Borgarahreyfingunni - þeir eru fyrst og fremst Íslendingar og að setja verður þjóðarhag ofar flokkshagsmunum. Við núverandi aðstæður verða stjórnmálamenn að leggja til hliðar venjulegt argaþras. Fátt myndi skipta eins miklu fyrir baráttuanda þjóðarinnar en að horfa til samhentrar liðsheildar á Alþingi. Aðilar vinnumarkaðarins ákváðu með stöðugleikasáttmálanum að leggja til hliðar sínar ýtrustu kröfur, snúa bökum saman og vinna sig í sameiningu út úr hruninu. Er til of mikils mælst að alþingismenn geri slíkt hið sama?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun