Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi 20. apríl 2009 06:00 Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður.Fréttablaðið/Valli Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira