Iðnaðarráðherra: Ekki ágreiningur um olíuvinnslu í stjórninni 23. apríl 2009 12:25 Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær spurðum við Kolbrúnu Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, út í fyrirhugaða olíuleit á drekasvæðinu. Svör ráðherrans voru afdráttalaus. Olíuvinnsla er í andstöðu við hugmyndafræði vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. „Við þurfum á öllum okkar mannauði að halda til þess að tryggja að við náum að standa upp aftur og reisa okkur við á nýjan leik. Þá er það ekki í mínum huga að fyrstu ákvarðanir séu svona stórar og groddalegar eins olíuvinnsla á Drekasvæðinu óneitanlega er." Klukkutíma eftir að þessi ummæli fóru í loftið var komin yfirlýsing frá vinstri grænum. Þar segir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Flokkurinn setji fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins styðji hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum. Skömmu síðar barst einnig yfirlýsing frá Kolbrúnu þar sem hún dró heldur í land. Í yfirlýsingu hennar er það áréttað að þingflokkur Vinstrin grænna hafi ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Efasemdir hennar um málið sé aðallega tilkomnar vegna þess hve illa að því var staðið inn á þingi. Málið hafi verið illa kynnt og mikilvægir aðilar hafi ekki hafðir með í ráðum. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í umræðuþætti á Stöð 2 í gær að ágreiningur um olíuleit hafi ekki komið upp í ríkisstjórninni. „Út af fréttinni með Kolbrúnu Halldórsdóttur höfum við í kreppunni verið að bjóða út fyrstu leyfin á Drekasvæðinu. Ég held að sú ágæta kona hafi ekki skilið málið rétt," sagði Þá sagði Össur að ekki hafi verið neinn ágreiningur um olíuvinnslu í ríkisstjórninni. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Vinstri grænir segjast ekki vera á móti olíuleit á Drekasvæðinu þrátt fyrir að umhverfisráðherra flokksins hafi lýst því yfir í gær. Iðnaðarráðherra segir engan ágreining í ríkisstjórninni varðandi olíuvinnslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær spurðum við Kolbrúnu Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, út í fyrirhugaða olíuleit á drekasvæðinu. Svör ráðherrans voru afdráttalaus. Olíuvinnsla er í andstöðu við hugmyndafræði vinstri grænna um sjálfbæra þróun, sjálfbæra orkustefnu og sjálfbæra atvinnustefnu. „Við þurfum á öllum okkar mannauði að halda til þess að tryggja að við náum að standa upp aftur og reisa okkur við á nýjan leik. Þá er það ekki í mínum huga að fyrstu ákvarðanir séu svona stórar og groddalegar eins olíuvinnsla á Drekasvæðinu óneitanlega er." Klukkutíma eftir að þessi ummæli fóru í loftið var komin yfirlýsing frá vinstri grænum. Þar segir að Vinstrihreyfingin - grænt framboð leggist ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Flokkurinn setji fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins styðji hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum. Skömmu síðar barst einnig yfirlýsing frá Kolbrúnu þar sem hún dró heldur í land. Í yfirlýsingu hennar er það áréttað að þingflokkur Vinstrin grænna hafi ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Efasemdir hennar um málið sé aðallega tilkomnar vegna þess hve illa að því var staðið inn á þingi. Málið hafi verið illa kynnt og mikilvægir aðilar hafi ekki hafðir með í ráðum. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í umræðuþætti á Stöð 2 í gær að ágreiningur um olíuleit hafi ekki komið upp í ríkisstjórninni. „Út af fréttinni með Kolbrúnu Halldórsdóttur höfum við í kreppunni verið að bjóða út fyrstu leyfin á Drekasvæðinu. Ég held að sú ágæta kona hafi ekki skilið málið rétt," sagði Þá sagði Össur að ekki hafi verið neinn ágreiningur um olíuvinnslu í ríkisstjórninni.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32 Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32 VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu Vinstri grænir leggjast gegn olíuleit á Drekasvæðinu. Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra kallar Drekaútboðið óðagotsaðgerð, - olíuvinnsla samrýmist hvorki stefnu um sjálfbæra nýtingu orkulinda né skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi. 22. apríl 2009 18:32
Vill skoða olíumálið í samhengi við heildarstefnumótun í atvinnu- og orkumálum „Sem umhverfisráðherra hlýt ég í afstöðu minni að taka mið af skuldbindingum Íslands á alþjóðavettvangi í umhverfismálum, sem byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar," segir Kolbrún Halldórsdóttir í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér síðla kvölds vegna umfjöllunar um afstöðu hennar til olíuleitar á Drekasvæðinu. 22. apríl 2009 23:32
VG ekki á móti olíuleit á Drekasvæðinu „Vinstrihreyfingin - grænt framboð áréttar að flokkurinn hefur ekki lagst gegn olíuleit á Drekasvæðinu," segir í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér fyrir stundu vegna fréttar á Stöð 2. Í tilkynningu segir að þingmenn 22. apríl 2009 19:51