Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni Breki Logason skrifar 20. apríl 2009 14:36 Frá landsfundi Samfylkingarinnar 2007. „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins. Kosningar 2009 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira